Markmiðasetning á ekki að vera refsing!
17.01.2019
Það er staðreynd að þeir sem setja sér markmið eru og verða ekki hamingjusamari en þeir sem gera það ekki. Ástæðan er einföld. Yfirgnæfandi meirihluti þeirra sem setja sér markmið eru drifnir áfram af „FRÁ-hugsun“ í stað „TIL-hugsunar“. Markmið sem sett eru með „FRÁ-hugsun“ að leiðarljósi eru oftar en ekki sett fram í formi einhverskonar refsingar fyrir að vera á þeim stað eða í þeim sporum sem hann er í.