LEVEL 2-vottað heildarnám í markþjálfun

Heildarnám í markþjálfun er LEVEL 2 -vottað nám frá ICF og er sérstaklega ætlað þeim sem vilja verða frammúrskarandi markþjálfar og ætla sér alla leið í ACC og síðar í PCC-vottun frá ICF (International Coaching Federation).

Með þessu heildstæða námi viljum við leggja okkar að mörkum til að lyfta virðingu markþjálfunar upp á þann stall þar sem hún á heima. Þetta heildarnám er fyrsta skrefið í þá átt að margfalda þann fjölda nemenda sem fer alla leið í ICF-vottun.

Hingað til hafa vel á annað þúsund nemendur útskrifast sem viðurkenndir markþjálfar úr vottuðu grunnnámi á Íslandi en í dag eru ekki nema tæplega 100 sem eru með virka vottun frá ICF sem er með því lægsta sem þekkist í heiminum. Það er afar athyglisvert í ljósi þess að meirihluti nemenda sem klára grunnám ætlar sér við útskrift að fara alla leið í vottun en sárafáir láta af því verða. 

Það er skoðun okkar að þekking og færni nemenda sem klára eingöngu grunnám dugi oft ekki til að þeir finni hjá sér nægjanlegt sjálfstraust í hlutverki markþjálfans til að fara af strax af stað og halda áfram. Í heildanáminu tekur þú meðvitaða ákvörðun í upphafi að fara alla leið og gefa þér þann tíma sem þú þarft til að fara alla leið - og við styðjum við þig allan tíman!

Langhlaup en ekki spretthlaup

Að verða góður markþjálfi er langhlaup sem krefst alls í senn: tíma, aðhalds og reglubundins stuðnings frá fræðsluaðila og samnemendum. Strax í grunnnáminu (hluta 1) leggjum við ríka áherslu á að nemendur skilji að færni markþjálfa byggst að stærstum hluta á því hver hann er – og að hver hann er endurspeglast síðan í því sem hann gerir. Því er mikil áhersla lögð á að nemendur fari á námstímanum í gegnum djúpa og markvissa sjálfsskoðun þar sem þeir læra að greina á milli orsaka og afleiðinga í eigin lífi. Þannig styrkja þeir innsæi sitt, tilfinningagreind og sjálfsþekkingu - sem er lykilforsenda þess að geta tileinkað sér markþjálfaviðhorf – sem er undirstaða allrar annarrar færni sem góður markþjálfi býr yfir.

Að verða fær markþjálfi er áskorandi og persónulegt ferðalag sem tekur tíma og krefst áræðni og hugrekkis. Ef sú vegferð væri einföld og auðveld væru margfalt fleiri markþjálfar starfandi á Íslandi í dag.

Heildarám í markþjálfun samanstendur af þremur hlutum þar sem nemendur ráða námshraðanu sjálfir. Nemendur byrja í grunnnáminu sem er undanfari framhaldsnámsins. Þriðja hlutann er bæði hægt að taka eftir eða samhliða framhaldsnáminu. 

Afrakstur átta ára þróunarvinnu

Við höfum verið í stöðugri endurskoðun og þróun á markþjálfanáminu okkar í átta ár. Við höfum alltaf tekið endurgjöfum nemenda okkar með opnum huga og á hverju ári höfum við gert breytingar á náminu—gerð það örlítið betra. Markmið okkar í náminu er að kenna nemendum okkar eins mikið og mögulegt er á þeim tíma sem við höfum saman.

  1. Í fyrsta hluta námsins „Grunnnáminu – Gerðu gott betra!“ er athygli okkar að langmestu leyti á því að miðla þekkingu til nemenda og þær æfingar sem nemendur fara í gegnum eru til þess fallnar að þeir upplifi á eigin skinni áhrifamátt þeirrar þekkingar.

  2. Í öðrum hluta námsins „Framhaldsnáminu – Upp og áfram!“ einbeitum við okkur að því að umbreyta þekkingu í raunverulega færni. Það er að nemandinn öðlist hæfni sem er áþreifanleg, framkvæmanleg og hann geti nýtt af sjálfsöryggi. Við hjálpum nemendum vissulega að styrkja þekkingargrunn sinn – en megináherslan í öðrum hlutanum er á að efla færni nemenda. Reynslan hefur kennt okkur að nemendur verða að leyfa tímanum að vinna með sér í þeirri vinnu sem er ástæðan fyrir því að sá hluti spannar ellefu mánuði.

  3. Lokahluti námsins „Endasprettinum að ACC- og PCC-vottun“ tekur tillit til þess að nemendur eru eins misjafnir og þeir eru margir. Í þeim hluta vinnum við með á persónulegum nótum með hverjum og einum þar sem við gjágreinum færni hans – í hvaða PCC-færniþáttum viðkomandi er sterkastur og hvaða þáttum hann verður að sýna meiri athygli til að standast PCC-lokamatið.

Eftir átta ára þróunarvinnu teljum við okkur vera komin með úthugsaða og sérsniðna uppbyggingu og nálgun á hvern hluta námsins. Sú þróunarvinna mun færa nemendum okkar bæði fullnægjandi þekkingu og færni sem skilar þeim sjálfstrausti í hlutverki markþjálfa þegar þeir útskrifast frá okkur sem öflugir PCC-vottaðir markþjálfar sem munu gera heiminn örlítið betri - með einu markþjálfasamtali í einu.

SKRÁNING

Fyrsti hluti: Grunnnám - gerðu gott betra!

  • Tími: 80 klst. (Kennt í 2 lotum sem ná yfir 7 vikna tímabil með ca. 30 klst. heimanámi á milli lota)
  • Kennslufyrirkomulag: Eingöngu er kennt í staðarnámi
  • Öll kennsla tekur mið af ACC-færniviðmiðum (fyrsta vottunarstigi ICF)

Fyrsti hluti námsins er bæði kraftmikill, krefjandi og skemmtilegur. Þar er lögð rík áhersla á að efla innri styrk og tilfinningagreind nemenda svo þeir séu færir um að valdefla aðra að námi loknu.

Megintilgangur námsins er að nemendur læri að stuðla að persónulegum og faglegum vexti annarra og stór hluti námsins markast af því að nemendur fari sjálfir í gegnum það umbreytingaferli til að verða færari í að fylgja öðrum á þeirri vegferð að námi loknu. Við færum nemendum þá þekkingu og færni sem þeir þurfa til að geta orðið góðir markþjálfar sem stuðla að viðvarandi og sjálfbærum persónulegum vexti.

Lykilhlutverk markþjálfa er að vera í senn styðjandi og áskorandi og hjálpa fólki að öðlast skýra og hvetjandi framtíðarsýn, ná markmiðum sínum og framkalla þannig jákvæðar breytingar í lífi og starfi.

Markþjálfanám er ferðalag

Markþjálfanám er ferðalag þar sem nemendur læra að opna á möguleika - bæði þína eigin og annarra – til að kalla fram það besta í fólki og hjálpa því að yfirstíga hindranir og áskoranir. Við leggjum ríka áherslu á praktíska nálgun – þar sem nemendur læra með því að framkvæma, sannreyna þau verkfæri og aðferðir sem þeim er kennt að nota nýta í raunverulegum aðstæðum.

Í náminu gefast þér tækifæri til að æfa þig í að nýta markþjálfun í mismunandi aðstæðum, sem undirbúa þig ekki aðeins fyrir það að starfa sem markþjálfi, heldur einnig til að nýta þá þekkingu og færni í þínu daglega lífi. Markþjálfanám er því umbreytandi bæði fyrir þig og alla þá sem þú munt vinna með í framtíðinni.

Það hefur aldrei verið eins mikil þörf fyrir markþjálfa eins og nú. Einhvern sem getur liðsinnt öðrum við að ná áttum, hjálpað þeim að finna tækifæri þar sem hindranir virðast allt um kring og finna jákvæðni í eigin huga þegar bölsýnin hefur verið lengi í sviðsljósinu. Það sem bíður margra er ný heimsmynd þar sem þeir munu þurfa aðstoð við að finna nýja stefnu og forgangsraða upp á nýtt.

Í þessu hluta námsins öðlast nemendur ekki eingöngu skýrari sýn á sjálfan sig heldur einnig læra þeir að skilja þau öfl sem ráða því hvaða ákvarðanir við tökum eða okkur skortir hugrekki til að taka.

Markþjálfinn lærir að færni hans í hlutverkinu snýst ekki um hvað hann kann eða hvað hann gerir, heldur hver hann er.

Hér finnur þú bækling með ítarlegri lýsingu á grunnnáminu.

Annar hluti: Framhaldsnám - Upp og áfram!

  • Tími: 85 klst. (Námið nær yfir 11 mánaða tímbil þar sem nemendur fá kennslu, aðhald og stuðning í hverjum mánuði)
  • Kennslufyrirkomulag: 3 dagar í staðarnámi og átta kvöld í fjarnámi
  • Öll kennsla tekur mið af PCC-færniviðmiðum (annað vottunarstigi ICF)

UPP & ÁFRAM er einstaklega spennandi og vel skipulagt framhaldsnám sem spannar 11 mánuði og hámarkar möguleika þína á að fara alla leið og standast bæði ACC- og PCC-vottun. Þetta námskeið er sérstaklega hannað með tilliti til að styðja við nemendur til lengri tíma á meðan þeir eru að ná þeim tímafjölda sem þarf til að geta sótt um vottun hjá ICF. Námið spannar ellefu mánuði þar sem nemendur dýpka taktfast og markvisst þekkingu sína og styrkja færni í hlutverki markþjálfa.

Hlutverk markþjálfa er að hvetja fólk áfram og aðstoða við að uppgötva innra með sér stefnufestu, skuldbindast ásetningi sínum og yfirstíga þannig þær áskoranir sem standa í vegi. Það sama gildir um nemendur í hlutverki markþjálfa. Þeir læra í náminu að árangur er ekki spretthlaup, heldur langhlaup sem krefst staðfestu og skuldbindingar.

Það skiptir ekki máli hver þú lærðir grunnnám í markþálfun því við bjóðum alla velkomna í framhaldsnámið sem hafa lokið ICF-vottuðu grunnnámi hjá viðurkenndum fræðsluaðila.

Kennslufyrirkomulag og framvinda námskeiðsins:

  • Námið samanstendur af þremur dögum í staðarnámi, átta kennslukvöldum (þriðja miðvikudag í mánuði) þar sem kennt er fjarnámi, auk heima,- verkefna- og hópavinnu jafnt og þétt yfir námstímann. Nemendur geta reiknað með um það bil 6-8 klst. heimanámi í mánuði. Engin kennsla er í júlímánuði.
  • Fyrsti dagurinn er í staðarnámi - sá fyrsti af þremur - þar sem hver og einn nemandi mótar sér skýra, hvetjandi og tilgangsdrifna sýn á þá útkomu sem hann vil að hafi raungerst í lok námsins. Sú vinna er bæði markvisst og skapandi ferli undir tryggri leiðsögn listamannsins og fyrirtækjaráðgjafans Jim Ridge sem hefur séð um alla myndræna framsetningu fyrir Profectus síðustu ár.
  • Eftir fyrsta daginn er nemendum skipt í smærri hópa (3-4 í hóp) sem munu vinna saman að tilfallandi verkefnum - en umfram allt - styðja hver við annan á meðan náminu stendur.
  • Kennsludagar frá febrúar fram í október eru einu sinni í mánuði á ZOOM. Þeir tímar eru alltaf teknir upp og settir inn á Tankinn - kennslukerfið okkar - þar sem nemendur hafa aðgang að öllum upptökum, til upprifjunar og ef þeir skyldu missa af einstaka tíma. Það á þó ekki við fyrsta og síðasta daginn sem eru í staðarnámi og virk þátttaka nemenda nauðsynleg.
  • Það hefur enginn kappleikur unnist í fyrri hálfleik! Í náminu köllum við annan daginn af þremur í staðarnámi því „hálfleik“ - þar sem farið er yfir leikskipulag nemenda og markvisst þá þætti sem mögulega þarfnast endurskoðunar eða sérstakrar athygli.
  • Í hverjum mánuði er opnað á nýtt svæði í „Tankinum“ þar sem nemendur fá aðgang að ítarlegri fróðleik, nýjum kennslumyndböndum, verkefnum, verkfærum og sjálfsmati sem tengjast áherslum hverju sinni. Sá markvissi stuðningur hjálpar nemendum að halda sér við markmið sín, viðhalda stefnufestu og efla innri áhugahvöt.
  • Lokadagur námskeiðsins er þriðji dagurinn í staðarnámi þar sem nemendur koma saman, deila sigrum sínum og áskorunum, kynna árangur ferðalagsins og hnýta alla lausa enda.

Hér finnur þú bækling með ítarlegri lýsingu um framhaldsnámið

Lokahluti: Undirbúningur fyrir ACC- og PCC-vottun

  • Tími: 18 klst. (þriðji hlutinn nær að lágmarki yfir 3 mánaða tímabil)
  • Kennslufyrirkomulag: Blandað - hóptímar eru í fjarnámi en persónulegir mentor tímar eru einkatímar með kennara.
  • Allt mentor ferlið miðast að því að nemendur standist PCC-færnivottun (annað vottunarstigi ICF).
  • Við mælum með því að nemendur byrji í lokahlutanum þegar þeir hafa markþjálfað u.þ.b. 85 klst.

Þriðji og síðasti hluti heildarnáms Profectus er að mati flestra nemenda einnig sá lærdómsríkasti. Það er persónulegur mentor-hluti þar sem hver nemandi vinnur í nánu samstarfi með sínum mentor að lokaundirbúningi fyrir ACC og PCC-vottun sem veitir nemendum nafnbótina „ICF- vottaður markþjálfi“.

Hvað er innifalið í lokaundirbúningi fyrir vottun?

  • Þrír persónulegir mentortímar með kennara.
  • 2 x 3 klst. hóp-mentortímar með kennara.
  • Undirbúningstími fyrir hvernig best er að undirbúa sig fyrir ICF-vottun.
  • Yfirferð á upptöku með skriflegri endurgjöf út frá PCC-færniviðmiðum.
  • Yfirferð á lokaupptöku með skriflegri endurgjöf og LEVEL 2 staðfestingarskjali sem er fullnægjandi og nemendur geta framvísað bæði þegar þeir taka ACC og PCC-vottun hjá ICF.

Þeir nemendur sem hafa lokið við og staðist LEVEL 2 nám geta notað það útskriftarskírteini til að sækja um bæði ACC-vottun (þegar þeir hafa markþjálfað 100 klst.) og einnig PCC-vottun (þegar þeir hafa markþjálfað 500 klst.) án þess að bæta við sig frekara námi í millitíðinni.

Hvernig fer lokahluti námsins fram?

Mentor hluti heildarnámsins hefst formlega eftir fyrstu lotu grunnnámsins, heldur áfram um miðbik framhaldsnámsins og lýkur í þessum hluta. Við mælum með að nemendur fari af stað í þriðja hlutann þegar þeir hafa markþjálfað u.þ.b. 85 klst. 

  1. Í upphafi mentor-hlutans eru þrír hóp-mentor tímar.
  2. Eftir þá sendir hver og einn nemandi inn hljóðupptöku af heilu markþjálfasamtali sem metið er af viðurkenndum ICF-matsaðila Profectus.
  3. Í framhaldinu fær nemandi senda ítarlega skriflega endurgjöf sem hann nýtir til að þekkja betur styrkleika sína og hvernig hann getur nýtt þá til að vinna markvisst í að efla færni sína í þeim þáttum sem þarfnast meiri athygli.
  4. Nemandi mætir í einkatíma með sínum mentor þar sem þeir vinna að sameiningu að því að efla færni nemandans.

Þetta ferli er svo endurtekið aftur áður en nemandi sendir inn loka hljóðupptöku til PCC-færnimats sem kennarinn í náminu – sem einnig er ICF-viðurkenndur prófdómari – metur út frá 37 mismunandi færniþáttum.

Hingað til hafa 87% nemenda staðist PCC-matið í fyrstu atrennu – en þeir sem ekki standast í fyrstu atrennu fá fjórar vikur til að undirbúa sig betur og reyna aftur.

Nánari upplýsingar um lokahlutann finnur þú HÉR

ICF-kröfur, reglur og yfirlýsingar

Hér að neðan er að finna allar þær almennu kröfur og yfirlýsingar sem okkur - sem ICF-vottuðum fræðsluaðila ber að virða og fylgja:

 

 

Verð: 991.800 kr. (942.210 kr. stgr.)
Lengd: 12-16 mánuðir

Innifalið í námskeiði

Í fyrsta hluta:

  • Kennsla hjá reyndum markþjálfum (ACC, PCC)

  • Persónuleg NBI-huggreining

  • Bókin “The Whole Brain Leader” (eftir Ingvar Jónsson og Sjoerd de Waal)

  • Bókin „Sigraðu sjálfan þig - aftur og aftur!" (eftir Ingvar Jónsson)

  • Gildaspjöld, Tilfinningaspjöld, Styrkleikaspjöld og 99 Kraftmiklar spurningar

  • Vönduð námsgögn og vinnubók og aðgangur að kennslukerfi Profectus í 12 mánuði eftir að námi lýkur.

  • Fullt fæði á meðan náminu stendur (kaffi, meðlæti og 6 x hádegisverður)

Í öðrum hluta:

  • Kennsla frá reyndum markþjálfum (ACC, PCC)

  • EQ-i2.0 greining sem mælir tilfinningagreind þína út frá 15 mismunandi þáttum og 20 bls. skýrsla með þínum niðurstöðum.

  • Bókin „Leiðtoginn - valdeflandi forysta“.

  • Aðgangur að sér útbúnu svæði á Tankinum, kennslukerfi Profectus með nýjum fræðslu- myndböndum, fræðigreinum, verkefnum og markþjálfasamtölum til að meta og læra af.

  • Fullt fæði á meðan staðarnámi stendur (kaffi, meðlæti og 3 x hádegisverður)

  • Sérlega vandað og ítarlegt námsefni.

 Í þriðja hluta:

  • Kennslumöppu með ítarlegum upplýsingum um allt vottunarferlið hjá ICF, hvernig best er að undirbúa sig fyrir vottun, sjálfsmat til undirbúnings fyrir bæði ACC og PCC vottun o.fl.

Leiðbeinendur

Ingvar Jónsson
PCC-markþjálfi

Ingvar Jónsson

Ingvar hefur starfað við kennslu og fyrirlestrahald hér heima og erlendis síðustu 28 ár. Hann er með MBA frá CBS, er Alþjóða markaðsfræðingur, NBI-Master Trainer og EQ-i Practitioner. Hann hefur hlotið nokkrar alþjóðlegar viðurkenningar og verðlaun fyrir framlag sitt til mannauðsmála og markþjálfunar.

Ingvar hefur síðustu 7 ár skrifað og þróað nánast allt námsefni fyrir bæði Grunn- og Framhaldsnám Profectus. Hann er einnig rithöfundur og hefur síðustu ár skrifað nokkrar bækur sem eiga það sameiginlegt að fjalla að verulegu leyti um markþjáflun og nokkrar þeirra eru hluti af námsefni okkar. Þar má nefna: The Whole Brain Leader (2015) - Sigraðu sjálfan þig! (2018) - Hver ertu og hvað viltu? (2020) og Sigraðu sjálfan þig - aftur og aftur! (2022) og Leiðtoginn - valdeflandi forysta (2024) og nú síðast bókina 100 Powerful Questions - That Will Transform Your Life! (2024).

Örn Haraldsson
PCC-markþjálfi

Örn Haraldsson

Örn er sveitastrákurinn í teyminu, óx upp í sveitinni og ber þess heillandi merki. Hann hefur komið víða við á leið sinni í gegnum lífið, allt frá því að vinna við forritun og hugbúnaðarþróun auk þess að hafa lært og starfað sem jógakennari. Örn er einn af þeim sem er flestum stundum með báða fætur á jörðinni en á sama tíma reynist honum afar auðvelt nýta sína frjóu- og víðtæku hugsun sér og öðrum til framdráttar.

Einn af hans verðmætustu kostum í hlutverki kennara er að hann kemur til dyranna eins og hann er klæddur og er bæði víðlesinn og rökfastur. Honum er eðlislægt að tala um hlutina eins og þeir eru af yfirvegun en um leið ótakmarrkaðri virðingu fyrir skoðunum og viðhorfum annarra. Örn starfar í fullu starfi sem markþjálfi en hefur síðustu ár sérhæft sig í teymisþjálfun og er afar eftirsóttur sem slíkur.

Matti Osvald Stefánsson
PCC-markþjálfi

Matti Ósvald Stefánsson

Matti Ósvald Stefánsson M.Th.- NLP Pr. er heilsuráðgjafi og PCC-markþjálfi. Hann hefur haldið mikinn fjölda fyrirlestra og námskeiða á undanförnum áratugum, þar sem hann miðlar reynslu sinni af þúsundum lífsstílsviðtala síðustu 25 ára. Matti hefur kennt í grunn- og framhaldsnámi í markþjálfun í rúman áratug og því einn af reyndustu kennurum í markþjálfun sem við eigum hér á landi.

Hann stundaði nám í International Professional School of Bodywork í USA frá 1988-1992 sem Massage Therapist og Holistic Health Practitioner með aukanámi frá Pacific School of Oriental Medicine. Hann hefur vottun frá The NLP Institute of Los Angeles og sem fagþjálfi frá ICF.

Ingunn Helga Björnsdóttir
ACC-markþjálfi

Ingunn Helga Björnsdóttir

Ingunn Helga ólst upp á Húsavík en er búsett á Akureyri og annar tveggja kennara sem eru í forsvari fyrir markþjálfanámi okkar þar. Hún lauk námi sem landfræðingur frá Háskóla Íslands og í framhaldinu meistaranámi á því sviði á Írlandi með áherslu á skipulagsmál. Hún starfaði sem verkefnastjóri starfsþróunar hjá Akureyrarbæ í 11 ár. Samhliða því starfi kláraði hún kennsluréttindanám í Háskólanum á Akureyri.

Eins og góðum markþjálfa sæmir, með opinn huga og trú sjálfri sér fann hún vaxandi ástríðu fyrir því sem snýr að hinu mannlega, vexti, sjálfsþekkingu og þroska. Ingunn er sönn birtingarmynd þess að vera fylgin sér því auk þess að hafa síðustu ár lokið tvöföldu framhaldsnámi í markþjálfun hefur hún einnig bætt við sig meistaranámi í fullorðinsfræðslu frá HÍ. Auk þess að kenna hjá okkur starfar hún við verkefnastjórn starfsþróunar hjá SÍMEY á Akureyri.

Geirlaug Björnsdóttir
ACC-markþjálfi

Geirlaug Björnsdóttir

Geirlaug er einn af okkar kennurum sem býr yfir bæði ótrúlega fjölbreyttri og langri reynslu af því að vinna með fólki í að finna sinn farveg og tilgang. Hún er þroskaþjálfi og fjöskyldufræðingur að mennt og hefur komið víða við. Hún starfaði Í 12 ár sem framkvæmdarstjóri Starfsendurhæfingu Norðurlands, allt frá stofnun til ársins 2018 þar sem hún var leiðandi afl í stefnumótun og uppbyggingu. Hún er ásamt Ingunni Helgu í forsvari fyrir kennslu markþjálfanáms okkar á Akureyri.

Það má segja að eftir að hún lauk bæði grunn- og framhaldsnámi í markþjálfun hafi Geirlaug fundið sína leið þar sem reynsla hennar, menntun og þekking hafi fléttast saman við hennar köllun, að aðstoða aðra við að finna sjálft sig og draumum sínum farveg. Hennar kjarnafærni sem markþjálfi er alúðarfesta og einlæg trú hennar að geta fólks til að ná árangri sé nánast takmarkalaus. Vendipunktur okkar er þegar við lærum og viðurkennum að möguleikar okkar eru bundnir vilja okkar á að taka fulla ábyrgð á þeim árangri sem við viljum ná.