- Nám og Námskeið
- Alþjóðlega vottað Markþjálfanám
- Þjálfun og námskeið fyrir fyrirtæki
- Greiningar og Upplýsingar
- Þetta erum við
- Vefverslun
Karfan er tóm
Vilt þú vinna með NBI-huggreiningar til að efla og hvetja einstaklinga eða teymi?
NBI-Practitioner námskeiðið 22.-24. maí er fyrir alla sem vilja öðlast NBI-þjálfararéttindi. NBI-þjálfarar geta eftir námskeiðið boðið upp á eða selt tæplega 20 mismunandi NBI-greiningar og túlkað niðurstöður þeirra fyrir sína viðskiptavini, starfsmenn, skjólstæðinga, leikmenn eða markþega.
NBI-verkfærin eru sérlega einföld og áhrifarík verkfæri. Það er einfalt að bæði skýra og skilja niðurstöðurnar sem eru í boði á 14 mismunandi tungumálum, þar á meðal á íslensku.
NBI-þjálfara námskeiðið styrkir ótrúlega fjölbreyttann hóp í starfi og er tilvalið fyrir:
NBI stendur fyrir „Neethling Brain Instruments“ og eru persónuleika greiningar (sem hægt er að taka á 14 tungumálum - þ.á.m. á íslensku) mæla hvernig okkur er tamt að hugsa, hvernig við erum að eðlisfari (þegar enginn er nálægur og við erum ekki að leika eitthvað hlutverk til að falla inn í hópinn.
NBI-greiningar eru framkvæmdar þannig að einstaklingur fær lykilorð inn í NBI-kerfið þar sem hann svarar frá 60-124 spurningum (eftir því hvaða greining er tekin). Í framhaldi fær viðkomandi afhenta persónulega skýrslu (5-10 bls.) með upplýsingum um sig og stórri mynd sem sýnir hvernig hans hugsnið lítur út.
NBI-greiningarnar er vottaðar og ítarlega rannsakað mælitæki sem hafa verið þróað á grundvelli umfangsmikilla alþjóðlegra rannsókna vísindamanna á hugsun okkar og atferli síðan 1980. Kobus Neethling, undir handleiðslu Pauls Torrance, prófessors við Georgia- háskóla, hefur á grundvelli niðurstaðna þeirra rannsókna þróað fjölmargar mismunandi NBI-greiningar, bæði fyrir atvinnulífið, skólakerfið, einstaklinga og íþróttamenn.
Hér er mynd af tveimur starfsmönnum (A og B) með afar ólík (andstæð) hugsnið. Þeir hafa ólíka sýn á heiminn, ólíkt gildismat og verulegar líkur eru á að samstarf þeirra einkennist af spennu og mis- skilningi - svo ólíkir eru þeir.
Þegar þeir læra að þekkja betur hugsnið hvors annars mun það auka skilning þeirra, umburðar- lyndi og möguleika á að hvor um sig fái svigrúm til nýta betur styrkleika sína í starfi á kostnað þess að pirrast yfir takmörkunum hins. Þetta er aðeins eitt lítið dæmi um hvernig hugsniðin geta nýst í öllu sem við gerum.
NBI-hugsnið gefa t.d. sterkar vísbendingar um hvernig:
Hugsnið okkar gefur vísbendingu um hvernig við hneigjumst til að eiga samskipti, stjórna, læra, kenna, leiða, leysa vandamál, taka ákvarðanir og mynda sambönd og margar fleiri hliðar lífsins. Kostirnir sem fylgja því að skilja þitt eigið hugsnið eru m.a. að þú myndar betri tengsl, ert virkari þátttakandi í teymisvinnu og tekur skynsamlegar og viðeigandi ákvarðanir.
Þó að „hughneigðir“ okkar geti stundum verið gagnlegar við ákveðnar aðstæður geta þær einnig dregið úr getu okkar til að starfa vel og markvisst. Til að við getum orðið skilvirkari – bæði persónulega og í atvinnulífinu – þurfum við að skilja hughneigðir okkar betur.
Allir sem taka NBI-greiningu fá afhenta skýrslu (6-10 bls. eftir tegund greiningar) með bæði almennum, ítarlegum og persónulegum upplýsingum sem byggja á svörun þeirra. Hér að neðan eru þær upplýsingar sem er að finna í niðurstöðum NBI-adult greiningar:
Bls. 1: Forsíða. Bls. 2: Mynd af Hugsniði í fjórðungum. Bls. 3: Hvernig túlkar þú niðurstöðurnar. Bls. 4: Almennar upplýsingar tengdar hverjum fjórðungi hugsniðs. Bls. 5: Upplýsingar afmarkaðar við viðkomandi út frá svörum hans. Bls. 6: Svör spurninga sem liggja til grundvallar hvers fjórðungs. Bls. 7: Átta-vídda niðurstöður og skipting á milli vídda. Bls. 8: Almennar upplýsingar beggja vídda í hverjum fjórðungi hugsniðs.
Kennarinn á námskeiðinu er Ingvar Jónsson er stjórnunar- og markaðsfræðingur, PCC-fagþjálfi, EQi-2.0- Practitioner og NBI-Master Trainer. Hann hefur unnið með NBI-greiningar síðustu 14 ár og skrifað um þá hugmyndafræði í sumum bókum sínum t.d. „Sigraðu sjálfan þig!“ (Mál og menning 2022) og í bókinni „Leiðtoginn - Valdeflandi forysta“ (Mál og menning 2024).
Ingvar hefur hlotið fjölda alþjóðlegra viðurkenninga fyrir störf sín og framlag til mannauðsmála. Áður hafa komið út eftir Ingvar verkfæri og ýmsar bækur til stefnumótunar hjá innlendum og erlendum forlögum.
Við hjá Profectus höfum síðastliðin 12 ár verið eini umboðs- og þjónustuaðilinn fyrir NBI-greiningar í Skandinavíu. Við erum með einn af 12 Master Trainerum í heiminum og umboð til að þjálfa „NBI-leiðbeinendur“. Útskrifaður NBI-Practitoner hafa heimild til að vinna með NBI-greiningarnar, kaupa þær á heildsölu og selja til þriðja aðila. Þeir fá aðgang að bakenda NBI-kerfisins þar sem þeir geta úthlutað greiningum til einstaklinga og hópa, unnið með og túlkað niðurstöður, búið til Teymisskýrslur og hjálpað fólki að finna sér farveg í lífinu sem er í samhljómi við þeirra hugsnið.
Síðasta opna NBI-leiðbeinenda námskeið hér á landi var haldið 2019 en hefur síðan þá hafa NBI-leiðbeinenda námskeiðin eingöngu verið kennt sem hluti af framhaldsnámi Profectus í markþjálfun. En vegna mikillar eftirspurnar höfum við ákveðið að halda eitt opið þriggja daga námskeið frá 23.-25. næstkomandi.
Hér að neðan er að finna lýsingu á nokkrum mismunandi greiningunum sem NBI-leiðbeinendur læra um og geta unnið með að námskeiði loknu. Þetta er aðeins hluti þeirra greininga sem í boði eru en alls eru til 23 mismunandi NBI-greiningar í heildina.
Þetta verkfæri mælir hughneigðir út frá mismunandi aðstæðum (í vinnu, á heimilinu, í samskiptum, við nám, úrvinnslu upplýsinga, í áskorandi aðstæðum, forgangsröðun o.fl. sem gefur góða mynd af því hvernig við erum að eðlisfari.
Forystugreining veitir þér innsýn í forystustíl þinn, mál sem skipta þig miklu (en ef til vill ekki starfsmenn eða samstarfsmenn) og jafnvel þar sem rými gæti til vaxtar í starfi!
Þetta verkfæri dregur fram færni einstaklings. Vera má að þú hafir aflað þér færni á tilteknu sviði sem er ekki dæmigerð fyrir hughneigð heilans þíns eða þú gætir verið með ríka hughneigð á einu sviði en hafir aldrei haft tækifæri til að þróa nauðsynlega færni.
NBI-starfssniðið er lýsandi en ekki dæmandi mat þar sem ekkert hugsnið er æðra öðru. NBI-starfssniðið dregur fram færnisstyrk sem æskilegt er að umsækjandi hafi í hverjum fjórðungi til að falla vel að tilteknu starfi
Samskiptagreiningin veitir þér innsýn í hughneigðir starfsmanns með tilliti til samskipta og samskiptastíls viðkomandi. Innsýn í hughneigðir starfsmanna auka skilning og umburðarlyndi í samskiptum í stað gremju og aðfinnslusemi.
NBI®-matarvenjusnið þitt veitir þér innsýn í megrunarstíl þinn, mál sem eru þér mikilvæg og jafnvel þar sem rými er fyrir umbætur! Greiningin er lýsandi, hlutlæg greining á hugarfari þínu gagnvart mat, hreyfingu og lífsstíl og eru niðurstöðurnar byggðar á þeim forsendum.
Ertu einstaklingur á vellinum eða ertu hluti af liðinu? Býrðu til eyður og gegnumbrot í leiknum? Ertu sá sem heldur uppi aga á liði og reglu á vellinum? Verðurðu æstur á vellinum eða heldurðu ró þinni? NBI-fótboltagreiningin kortleggur hugsnið þitt sem leikmanns. Það ákvarðar hvernig þú spilar og upplifir leikinn.
Foreldragreiningin veitir þér innsýn í uppeldisstíl þinn; mál sem skipta þig miklu (en ef til vill ekki barn þitt eða maka!) og jafnvel þar sem rými gæti verið fyrir umbætur! Þróun bættra tengsla, öflugra framlag til fjölskyldunnar og að taka traustar og réttar ákvarðanir eru aðeins fáeinir kostir þess að skilja eigið hugsnið þegar kemur að uppeldi.
Ingvar hefur starfað við kennslu og fyrirlestrahald hér heima og erlendis síðustu 25 ár. Hann er Alþjóða markaðsfræðingur, MBA, NBI-master trainer og EQ-i Practitioner. Hann hefur hlotið nokkrar alþjóðlegar viðurkenningar s.s. sem einn af 101 áhrifamestu markþjálfum í heimi á World Coaching Congress í febrúar 2020, ACRE Excellence in Creativity Award (2021) Global HR Maveric (2022) og one of 100 Most Iconic Coaching Leader (2023).
Ingvar hefur síðustu 8 ár skrifað og þróað nánast allt námsefni fyrir bæði Grunn- og Framhaldsnám Profectus. Hann er einnig rithöfundur og hefur síðustu ár skrifað nokkrar bækur sem eiga það sameiginlegt að fjalla að verulegu leyti um markþjáflun og nokkrar þeirra eru hluti af námsefni okkar. Þar má nefna: The Whole Brain Leader (2015) - Coaching - Bringing out the best (2016) - Sigraðu sjálfan þig! (2018) - Hver ertu og hvað viltu? (2020) og Sigraðu sjálfan þig - aftur og aftur! (2022) Brand Vision Cards (2021) LEIÐTOGINN – Valdeflandi forysta (2024).
Ingvar er frumkvöðull í eðli sínu, hefur í gegnum tíðina þróað fjölda viðskiptahugmynda með góðum árangri. Hann þekkir því á eigin skinni hvað það er að takast á við áskoranir, fara nýjar leiðir og verðmæti þess að fá svigrúm og tækifæri til að skoða hlutina frá öðru sjónarhorni og hvað þarf til að komast upp úr djúpum hjólförum vanans. Ingvar hefur einnig starfað sem skemmtikraftur og tónlistamaður í 30 ár sem endur-speglast í léttri og skemmtilegri framsetningu hans á því efni og þekkingu sem hann miðlar.