Til að geta tekið NBI-greiningu þarft þú að vera með lykilorð frá Profectus.
Ef þú hefur lykilorð heldur þú áfram. Ef þú hefur áhuga á að kaupa NBI-greiningu getur þú sent okkur póst á info@profectus.is.
Það tekur um það bil 20–25 mín. að svara báðum hlutum greiningarinnar. Við mælum ekki með því að þú byrjir að svara nema þú hafir næði til að klára báða hluta greiningarinnar frá upphafi til enda, án þess að vera í stressi með að klára.
Ef þú tekur greininguna í tímaþröng eða stressi eykur það möguleika á að niðurstöðurnar verði ekki eins nákvæmar.
Svona tekur þú greininguna:
- Þú byrjar á því að lesa þessar leiðbeiningar af gaumgæfni – frá upphafi til enda!
- Smellir svo á takkann hér neðst á síðunni sem færir þig á vefsíðu NBI.
- Sláðu inn tölvupóstfangið þitt sem notendanafn og lykilorðið í „Password“ reitinn.
- Þú velur tungumálið í valmynd 2 – EKKI smella á Íslenska fánann í fyrstu valmyndinni.
- Hægt er að taka greininguna á 14 tungumálum, þar af nokkrar sem búið er að þýða á íslensku, þ.á.m. NBI fyrir fullorðna, Forystugreininguna, Samskiptagreininguna o.fl.
- Fylgdu leiðbeiningunum vel í greiningunni sjálfri, andaðu með nefinu og svaraðu með hjartanu með það að leiðarljósi hvernig þú ert í því hlutverki sem verið er að greina, en ekki hvernig þig langar til að vera eða hefur á tilfinningunni að ætlast sé til að þú sért, af öðrum eða í þínu „hlutverki“ í vinnunni. Greiningin á að endurspegla hver þú ert og hvernig þú ert en ekki hugmyndir annarra um hvernig þú heldur að þú ættir að vera.
Flestar huggreiningar eru tvískiptar.
- Fyrst færðu 30 skjámyndir þar sem þú þarft að forgangsraða fjórum fullyrðingum í forgangsröð út frá þínu eigin gildismati og tilfinningu, því sem á best við þig. Fylgdu innsæi þínu. Þetta er eingöngu fyrri hluti greiningarinnar. Algengustu mistökin sem fólk gerir er að halda að greiningunni sé lokið á þessum tímapunkti. Haltu áfram í næsta hluta.
- Þar birtast þér 16 skjámyndir með fjórum spurningum á hverri skjámynd. Þar velur þú eina fullyrðingu/staðhæfingu umfram aðra. Hér muntu í einhverjum tilfellum lenda í lítils háttar vandræðum með að velja á milli fullyrðinga – en það á sér eðlilega skýringu sem þú áttar þig betur á þegar þú færð niðurstöðurnar afhentar eða í tölvupósti.
Taka NBI-hugreiningu