- Nám og Námskeið
- Alþjóðlega vottað Markþjálfanám
- Þjálfun og námskeið fyrir fyrirtæki
- Greiningar og Upplýsingar
- Þetta erum við
- Vefverslun
Karfan er tóm
Þriðji og síðasti hluti heildarnáms Profectus er að mati flestra nemenda einnig sá lærdómsríkasti. Það er persónulegur mentor-hluti þar sem hver nemandi vinnur í nánu samstarfi með sínum mentor að lokaundirbúningi fyrir ACC og PCC-vottun sem veitir nemendum nafnbótina „ICF- vottaður markþjálfi“.
Nemendur sem hafa lokið grunn- og framhaldsnámi Profectus munu eftir þennan lokahluta verða færir um að standast PCC-færnimat. Á mannamáli þýðir það að þeir geti sýnt fram á í verki (með hljóðupptöku) að sú markþjálfafærni sem þeir hafa náð að tileinka sér ( í grunn- og framhaldsnáminu og með þeirri reynslu sem þeir hafa öðlast við að markþjálfa á námstímanum) standist þær kröfur sem ICF ætlast til af PCC-vottuðum markþjálfa (e. Professional Certified Coach).
Þeir nemendur sem hafa lokið við og staðist LEVEL 2-vottað nám geta notað það útskriftarskírteini til að sækja um bæði ACC-vottun (þegar þeir hafa markþjálfað 100 klst.) og einnig PCC-vottun (þegar þeir hafa markþjálfað 500 klst.) án þess að bæta við sig frekara markþjálfanámi í millitíðinni.
Mentor hluti heildarnámsins hefst formlega eftir fyrstu lotu grunnnámsins, heldur áfram um miðbik framhaldsnámsins og lýkur í þessum hluta. Við mælum með að nemendur fari af stað í þriðja hlutann þegar þeir hafa markþjálfað u.þ.b. 70-80 klst. Nemandi ræður sjálfur hvort hann tekur lokahlutann að framhaldsnámi loknu eða samhliða framhaldsnáminu ef hann sér fram á að ljúka tilskildum fjölda markþjálfunartíma á námstímanum.
Þessu ferli sem lýst er hér að ofan er svo endurtekið áður en nemandi sendir inn loka hljóðupptöku til PCC-færnimats sem kennarinn í náminu – sem einnig er ICF-viðurkenndur prófdómari – metur út frá 37 mismunandi færniþáttum. Hingað til hafa 87% nemenda staðist PCC-matið í fyrstu atrennu – en þeir sem ekki standast í fyrstu atrennu fá fjórar vikur til að undirbúa sig betur og reyna aftur.
Þeir nemendur sem hafa lokið við og staðist LEVEL 2-vottað nám Profectus geta notað það útskriftarskírteini til að sækja um bæði ACC-vottun (þegar þeir hafa markþjálfað 100 klst.) og einnig PCC-vottun (þegar þeir hafa markþjálfað 500 klst.) án þess að bæta við sig frekara námi í millitíðinni.
Við hjá Profectus tókum rökstudda ákvörðun um að bjóða ekki upp á LEVEL 1-vvottað heldur eingöngu LEVEL 2-vottað nám og að baki þeirri ákvörðun liggja nokkrar ástæður.
Ein af aðal ástæðum fyrir því að við ákváðum að bjóða ekki upp á LEVEL 1-vottað nám eru þær kröfur sem ICF hóf að gera til fræðsluaðila á því vottunarstigi þegar ICF kynnti það fyrst til sögunnar árið 2023. Við teljum ekki tímabært fyrir nemendur í markþjálfun að fara í gegnum það ítarlega mentor-ferli að loknu grunnnámi sem fræðsluaðilum sem bjóða upp á LEVEL 1-vottað nám hafa skuldbundið sig til að fara með alla sína nemendur í gegnum.
Fræðsluaðilar sem auglýsa LEVEL1-vottað nám en framfylgja ekki öllum þessum skilyrðum hér að ofan er með öllu óheimilt að útskrifa nemendur með LEVEL 1 merkinu frá ICF á útskriftarskírteinum þeirra - sem er forsenda þess að nemendum sé heimilt að hefja ACC-LEVEL 1 vottunarferlið hjá ICF.
Profectus er fræðsluaðili sem býður upp á LEVEL 2-vottað nám.
Það nám samanstendur af þremur hlutum: grunn- og framhaldsnámi auk þess hluta sem hér er lýst og við framfylgjum öllum þeim kvöfum sem ICF gerir til LEVEL 2-vottaðs náms:
Reynslan hefur kennt okkur að ávinningur nemenda er mun meiri þegar vöktuðum samtölum er dreift jafnt og þétt yfir námstímann.
Það er mat nemenda okkar sem hafa klárað mentor-ferlið í lok námsins - eins og hér er gert - að þar liggi bæði dýrmætasti, og dýpsti lærdómurinn því þá hafa þeir hafa öðlast mun dýpri skilning á sjálfum sér og öllum hæfnisþáttum markþjálfans.
Í dag er aðgengi að upplýsingum meira en nokkru sinni fyrr—þær eru alstaðar og oft yfirþyrmandi. En sá sem býr bara yfir upplýsingum hefur enn ekki öðlast þekkingu. Það er ekki fyrr en viðkomandi er fær um að tengja saman upplýsingar með þeim hætti að öðlist nýja sýn eða aðra eða dýpri merkingu að hægt sé að tala um að viðkomandi hafi öðlast þekkingu.
Þekking ein og sér er hins vegar ekki til margra hluta gagnleg ef viðkomandi er ekki fær um að beita henni sér eða öðrum til framdráttar eða vaxtar. Þegar viðkomandi hefur lært að beita þekkingu sinni með áhrifaríkum og uppbyggjandi hætti er fyrst hægt að tala um að hann búi yfir raunverulegri færni.
Við höfum verið í stöðugri endurskoðun og þróun á markþjálfanáminu okkar í átta ár. Við höfum alltaf tekið endurgjöfum nemenda okkar með opnum huga og á hverju ári höfum við gert breytingar á náminu—gerð það örlítið betra. Markmið okkar í náminu er að kenna nemendum okkar eins mikið og mögulegt er á þeim tíma sem við höfum saman.
Eftir átta ára þróunarvinnu teljum við okkur vera komin með úthugsaða og sérsniðna uppbyggingu og nálgun á hvern hluta námsins. Sú þróunarvinna mun færa nemendum okkar bæði fullnægjandi þekkingu og færni sem skilar þeim sjálfstrausti í hlutverki markþjálfa þegar þeir útskrifast frá okkur sem öflugir PCC-vottaðir markþjálfar sem munu gera heiminn örlítið betri - með einu markþjálfasamtali í einu.
Hér að neðan er að finna allar þær almennu kröfur og yfirlýsingar sem okkur - sem ICF-vottuðum fræðsluaðila ber að virða og fylgja: