- Nám og Námskeið
- Alþjóðlega vottað Markþjálfanám
- Þjálfun og námskeið fyrir fyrirtæki
- Greiningar og Upplýsingar
- Þetta erum við
- Vefverslun
Karfan er tóm
20 ára rannsóknar- og þróunarvinna hefur fært okkur fræðigrunn sem auðveldar okkur að treysta niðurstöðum EQ-i 2.0 greiningartækisins, áreiðanleika þess og samkvæmni. Mæld er raunfærni einststaklings á 5 lykilsviðum auk 15 undirkvarða til að hámarka verðmætasköpun og notagildi niðurstaðna. Vel skilgreindar niðurstöður auðvelda markvissari þjáflun og innleiðingu og hámarka um leið þann lærdóm sem endurspeglast í megintilgangi EQ-i 2.0:
Einföld skýring á fyrirbærinu tilfinningargreind er tvíþætt: SJÁLFSÞEKKINGARGREIND - Hversu vel þú þekkir sjálfa(n) þig og SAMSKIPTAGREIND - hversu fær þú ert í samskiptum. Tilfinningagreind er mengi tilfinningalegrar og félagslegrar færni sem hefur afgerandi áhrif á hvernig við sjáum heiminn, hvernig við tjáum okkur, viðhöldum félagslegum tengslum, tökumst á við áskoranir og nýtum þau tækifæri sem okkur gefast. Hún hefur með afgerandi hætti áhrif á hvernig við túlkum þær upplýsingar sem við skynjum - tilfinningar!
Sögu hugtaksins um tilfinningagreind rekja flestir aftur til 1995 þegar Goleman gaf út samnefnda bók en upphafið má rekja aftur um 40 ár, til verka Gardines og Bar-On árið 1983. Frá þeim tíma hefur mikið vatn runnið til sjávar og þekking á tilfinningagreind og mikilvægi hennar vex stöðugt. Því er það kaldhæðni örlaganna að á sama tíma og aðgengi okkar að umheiminum hefur aldrei verið meira. Þá hefur andleg fjarvera aldrei verið meiri og sífellt fleiri upplifa skort á nánd og félagslegum tengslum. Þörfin fyrir dýpri skilningi á hlutverki tilfinninga við líf okkar og störf hefur aukist hratt. Rannsóknir benda endurtekið til þeirrar staðreyndar að einstaklingar sem mælast með mikla tilfinningagreind njóta þess á flestum sviðum vegna áhrifa tilfinninga á nánast allt sem þeir taka sér fyrir hendur.
Fimm lykilsvið og fimmtán undirkvarðar (þrír undir hverju lykilsviði)
EQ-i 2.0 Greiningartækið mælir fimm aðgreind lykilsvið tilfinningagreindar sem jafnframt öll eru tengd innbyrðis og styðja við hvert annað. Undirkvarðarnir eru fimmtán þar sem hvert lykilsvið hefur þrjá undirkvarða sem fanga enn betur merkingu og tilvist þess. Undirkvarðarnir þjóna jafnframt þeim tilgangi að niðurstöður verði sem nákvæmastar og hámarka notagildi greiningarinnar. 20 bls. skýrsla með fjölþættum niðustöðum er einnig lykillinn að upplýstari ákvarðanatöku og markvissari þjálfun í framhaldinu.
Algengasta ástæða þess að fólk og fyrirtæki ákveða að nýta sér EQ-i 2.0 greiningartækið er í flestum tilfellum sú að stuðla að auknum vexti og meiri árangri - bæði einstaklinga og teyma. Í EQ-i 2.0 greiningunni eru mældar sérstaklega sex grundvallarstoðir sem - undir eðlilegum kringumstæðum - hamingja okkar hvílir í.
Notagildi mælitækisins er mjög fjölbreytt því auk þess að styðja við vöxt og framfarir einstaklingsins er einnig mjög algengt að EQ-i 2.0 greiningartækið sé nýtt við nýliðun (ráðningar), sem og þróun og uppbyggingu sterkra liðsheilda.
Það finnst ekki sá þáttur í niðustöðum EQ-i 2.0 greiningartækisins sem hefur ekki sterka tengingu við nútíma leiðtogafærni og beina tengingu við m.a. framleiðni, starfsmannaveltu, starfsmenningu og breytingarstjórnun frá A-Ö. Tilfinningagreind hefur reynst einn mesti áhrifaþátturinn þegar frammistaða er metin. Jafnframt þegar kemur að því að meta t.d. tækifæri til vaxtar og þróunar meðal liðsheilda þar sem einstaklingar með meiri tilfinningagreind eiga bæði auðveldara með uppbyggjandi og skilvirk samskipti og eru auk þess fljótari að mynda og viðhalda trausti sín á milli.
Ólíkt greindarvísitölu okkar sem er "fasti" þá er unnt að vinna með, efla og styrkja tilfinningagreind. Það eru góðar fréttir því með fræðslu, markþjálfun og æfingum – þar sem vilji er til staðar – er einfalt að styrkja hana og einfalt að þróa hratt og örugglega. Einnig hefur fjöldi rannsókna á vegum MHS sýnt fram á með skýrum hætti hvernig niðurstöður EQ-i 2.0 greininga geta bent til og útskýrt (án annarra gagna) innan hvaða fimm lykilsviða og/eða fimmtán undirkvarða líklegast er að finna helsta muninn milli skilvirkra og óskilvirkra starfsmanna – hjá fólki í sambærilegu starfi, sambærilegum kringumstæðum og á sama vinnustað.
Fjölmargar rannsóknir liggja fyrir því hvers vegna EQ-i 2.0 er traustur og áreiðanegur mælikvarði á tilfinningagreind. Ein af mörgum staðreyndum sem leggja grunninn að trúverðugleika, fjölbreyttu notagildi og verðmætasköpun greininganna hefur skapast fyrir tilstilli innbyggðra áreiðanleika- og víxlspurninga. „Þær varpa strax ljósi á það ef augljóst misræmi kemur fram við svörun þeirra 133 spurninga sem sameiginlega mynda hina heildstæðu nálgun EQ-i 2.0 greiningartækisins.
Mannauðsstjórar og aðrir sem taka virkan þátt í starfsþróun lykilstarfsmanna sjá það sem einn af verðmætustu eiginleikum EQ-i 2.0 greiningartækisins hversu öflugt það er við að varpa ljósi á augljósar vísbendingar ýmissa þátta sem oft geta haft veruleg áhrif á persónulega stefnumótun starfsmanna í starfi sem undir mörgum kringumstæðum getur reynst erfitt að taka tillit til.
Hér er um að ræða þætti sem varða frammistöðu í núverandi starfi og einnig möguleika viðkomandi þegar litið er til framtíðar. Sjónum er bæði beint að möguleikum viðkomandi á að upplifa vöxt og áskoranir í starfi auk þess sem finna má vísbendingar um möguleika sem snúa að því hvernig viðkomandi muni standa undir nýjum og krefjandi áskorunum og aukinni ábyrgð í nýju hlutverki innan fyrirtækisins.
133 spurningar - sex skýrslur - fimm samþætt lykilsvið og fimmtán undirkvarðar
EQ-i 2.0 greiningartækið getur útbúið SEX MISMUNANDI SKÝRSLUR, allt eftir því hver tilgangur verkefnisins er og hvaða útkomu leitast er eftir. VINNUSTAÐASKÝRSLA er notuð þegar unnið er með einstaklinga. LEIÐTOGASKÝRSLA er útbúin þegar unnið er með leiðtogafærni starfsmanns. Notagildi TEYMISSKÝRSLU er ótvírætt þegar unnið er markvisst í að efla og styrkja teymi. 360° SKÝRSLURNAR benda á blindu svæði starfsmanna og MENNTUNARSKÝRSLAN aðstoðar einstaklinga og starfsmenn við að finna sinn rétta menntaveg sem styður við hann í sinni fag- og persónulegu stefnumótun.