- Nám og Námskeið
- Alþjóðlega vottað Markþjálfanám
- Þjálfun og námskeið fyrir fyrirtæki
- Greiningar og Upplýsingar
- Þetta erum við
- Vefverslun
Karfan er tóm
Persónuleg stefnumótun í starfi er markþjálfunarferli fyrir þá sem vilja gera líðandi ár að sínu besta ári hingað til. Það skiptir engu máli hvaðan þú kemur, því í þessu markþjálfamiðaða ferli er eingöngu skoðað hvert þú vilt fara og hvernig þú ætlar að komast þangað. Þeir fáu sem hafa markmið að leiðarljósi setja sér yfirleitt markmið án þess að greiða úr fortíðinni og án þess að skoða viðhorf sín og gildi. Þar skortir hina innri hvöt, þá tilfinningu að brenna fyrir markmiðum sínum.
Með því að setja þér markmið eftir að hafa létt af þér byrðum fortíðar og skoðað viðhorf þín gagnvart því sem skiptir þig mestu máli, má ná varanlegum árangri. Viðhorfum (sem stjórna hegðun) má auðveldlega breyta með aukinni sjálfsþekkingu. Með því að fara í markþjálfun, þar sem byggt er á heiðarleika og þínu eigin gildismati, hefur þú sjálfur jákvæðari og varanlegri áhrif á viðhorf þitt, hegðun og framkvæmdavilja.
Með námskeiðinu öðlast þátttakandi skýran fókus á það sem máli skiptir til þess að ná settum markmiðum. Hann hefur virkjað innri krafta og vilja til þess að takast á við þau atriði sem hann hefur sjálfur komið auga á. Þátttakandi hefur einnig þekkingu á NBI-greiningu og með hvaða hætti hún eykur getu hans til að ná árangri með betri þekkingu á eigin styrkleikum.
Eftir námskeiðið hefur þátttakandi skýra stefnu gagnvart þeim markmiðum sem hann hefur sett sér. Hann hefur þau tæki og tól sem hann þarfnast til þess að ná árangri og þekkir styrkleika sína og hvernig þeir nýtast honum best á leiðinni að markmiðum sínum.
NBI-huggreining
Bókin "Sigraðu sjálfan þig!"
Gildaspjöld
4 einkatímar í markþjálfun hjá ICF-vottuðum markþjálfa
Ingvar hefur starfað við kennslu og fyrirlestrahald hér heima og erlendis síðustu 25 ár. Hann er Alþjóða markaðsfræðingur, MBA, NBI-master trainer og EQ-i Practitioner. Hann var valinn einn af 101 áhrifamestu markþjálfum í heimi á World Coaching Congress í febrúar 2020.
Ingvar er frumkvöðull í eðli sínu, hefur í gegnum tíðina þróað fjölda viðskiptahugmynda með góðum árangri. Hann þekkir því á eigin skinni hvað það er að takast á við áskoranir, fara nýjar leiðir og verðmæti þess að fá svigrúm og tækifæri til að skoða hlutina frá öðru sjónarhorni og hvað þarf til að komast upp úr djúpum hjólförum vanans. Ingvar hefur einnig starfað sem skemmtikraftur og tónlistamaður í tæp 30 ár sem endur-speglast í léttri og skemmtilegri framsetningu hans á því efni og þekkingu sem hann miðlar.
Ingvar hefur síðustu 7 ár skrifað og þróað nánast allt námsefni fyrir bæði Grunn- og Framhaldsnám Profectus. Hann er einnig rithöfundur og hefur síðustu ár skrifað nokkrar bækur sem eiga það sameiginlegt að fjalla að verulegu leyti um markþjáflun og nokkrar þeirra eru hluti af námsefni okkar. Þar má nefna: The Whole Brain Leader (2015) - Coaching - Bringing out the best (2016) - Sigraðu sjálfan þig! (2018) - Hver ertu og hvað viltu? (2020) og Sigraðu sjálfan þig - aftur og aftur! (2022)
Matti Ósvald Stefánsson M.Th.- NLP Pr. er heilsuráðgjafi og PCC-markþjálfi. Hann hefur haldið mikinn fjölda fyrirlestra og námskeiða á undanförnum áratugum, þar sem hann miðlar reynslu sinni af þúsundum lífsstílsviðtala síðustu 25 ára. Matti hefur kennt í grunn- og framhaldsnámi í markþjálfun í rúman áratug og því einn af reyndustu kennurum í markþjálfun sem við eigum hér á landi.
Hann stundaði nám í International Professional School of Bodywork í USA frá 1988-1992 sem Massage Therapist og Holistic Health Practitioner með aukanámi frá Pacific School of Oriental Medicine. Hann hefur vottun frá The NLP Institute of Los Angeles og sem fagþjálfi frá ICF.