- Nám og Námskeið
- Alþjóðlega vottað Markþjálfanám
- Þjálfun og námskeið fyrir fyrirtæki
- Greiningar og Upplýsingar
- Þetta erum við
- Vefverslun
Karfan er tóm
Ef samtalið við markþjálfann gengur frábærlega, ef þú færir frá honum og segðir: „þetta var algerlega frábært samtal vegna þess að núna...“ Hvernig viltu getað klárað þessa setningu? Veltu þessari spurningu fyrir þér.
Samtalið á að vera í þínum höndum, þú átt að ákveða umræðuefnið! Þegar þú kemur í markþjálfasamtal er mikilvægt að hafa það í huga að samtalið kemur til með að snúast um þig og það sem þú vilt að verði að þínum veruleika. Góður markþjálfi heldur þér við efnið og hjálpar þér að skoða möguleika og hvernig þú getur yfirstigið þær hindranir á veginum sem kunna að vera. Hann hjálpar þér að vinna með þá styrkleika sem þú hefur sem eru oftast mun fleiri en þú gerir þér grein fyrir í fyrstu. Hann hjálpar þér líka að vinna með hugskekkjur, þegar raunveruleiki þinn er mögulega annar en sá sem þú hefur talið þér trú um.
Í markþjálfasamtali er mikilvægt að báðir aðilar taki hlutverki sínu alvarlega. Þar er stiginn dans í takti trúnaðar þar sem markþeganum gefst rými til að leggja spilin á borðið og spá í framtíðina og hvernig hann getur spilað best úr því sem hann hefur. Þetta trúnaðarsamband er lykilforsenda fyrir því að árangur náist.
Bæði þú og markþjálfinn sammælist um að virða í hvívetna eftirfarandi leikreglur: