- Nám og Námskeið
- Alþjóðlega vottað Markþjálfanám
- Þjálfun og námskeið fyrir fyrirtæki
- Greiningar og Upplýsingar
- Þetta erum við
- Vefverslun
Karfan er tóm
360° Söluþjálfun hefur lengi verið eitt vinsælasta námskeiðið sem við höfum boðið uppá. Námskeiðið nýtist sölufólki á öllum sviðum, sama hvort um er að ræða B2C sölu eða B2B sölu á alþjóðavettvangi. Námskeiðið ýtir undir eina mikilvægustu viðhorfsbreytingu sem sölumaður getur tileinkað sér, það er þegar hann hættir að selja og einbeitir sér frekar og meira að því að hjálpa viðskiptavininum að kaupa.
Hæfileikar og árangur sölumannsins í starfi snýst mun frekar um að aðstoða fólk við að kaupa frekar en að selja og sannfæra viðskiptavininn um eigið ágæti og þeirra lausna sem þú hefur að bjóða. Markviss þarfagreining og skilningur á áskorunum viðskiptavina er grunnurinn að traustu og langvarandi viðskiptasambandi – að kunna að gera viðskiptavininn að viðskiptavini þínum.
Dýrmætasta þekking sölumannsins liggur í sjálfsþekkingu og tilfinningagreind
Til að efla innsæi og styrkja tengslamyndun vill sölumaðurinn byrja á að læra að skilja og þekkja sjálfan sig betur og átta sig á því að skoðanir hans og viðhorf eiga hvorki að vera ráðandi eða leiðandi í samskiptum við viðskiptavini.
Á námskeiðinu er meðal annars notast við hið alþjóðlega NBI-litakerfi til efla tilfinningagreind sölumannsins. Þannig lærir hann að útskýra með einföldum hætti, á tungumáli sem viðskiptavinurinn skilur kosti þeirra lausna sem hann hefur að bjóða. Einnig lærir sölumaðurinn hvernig hægt er með einföldum hætti að lesa í hinar hljóðu vísbendingar sem nýtast við þarfagreiningu, kynningar og það sem mestu máli skiptir – við lokun á sölu og markvissri eftirfylgni.
Rannsóknir hafa sýnt fram á að það kostar allt að sex sinnum meira að ná í nýja viðskiptavini en að halda í þá sem fyrir eru sem skýrir mikilvægi þess að fjárfesta tíma í að kynnast viðskiptavininum og hans þörfum, því ef þú gerir það ekki þá mun viðskiptavinurinn finna sér einhvern annan sem skilur hann og hans þarfir betur.
Samkomulag við verkkaupa.
Áður en námskeiðið hefst fá þátttakendur sendar upplýsingar um hvernig þeir komast inn í Tankinn, kennslukerfi okkar til að undirbúa sig fyrir fyrsta tímann. Reikna má með 1-2 klst undirbúningi fyrir fyrsta tímann og 2-3 klst. heimavinnu á milli kennsludaga.
1 - Undirbúningur – 30 mín. (Persónuleg 360° litagreining)
Þátttakendur fá senda NBI-huggreiningu (á íslensku) nokkrum dögum fyrir námskeiðið, sem tekur um 20–30 mínútur að svara á netinu.
2 - 360° sala og litróf hugsunar – 4 klst.
Af hverju bregðumst við við með mismunandi hætti. Af hverju á Gulur erfitt með að sannfæra Grænan? Af hverju nær Blár ekki sambandi við Rauðan? Af hverju eiga Grænir svona erfitt með að hugsa út fyrir kassann? Árangursrík viðskiptatengsl byggja fyrst og fremst á færni sölumannsins í að greina viðskiptavininn og þær aðstæður sem hann finnur sig í.
Reikna má með 2-3 klst. heimavinnu á milli tíma.
3 - Sölufræði og þekkingarmiðlun – 4 klst.
Í þessum hluta eru lykilatriði sölufræðanna skoðuð með það að leiðarljósi að söluhópurinn deili með sér þekkingu sinni; vöruþekkingu, þekkingu á markaðnum, samkeppninni, viðskiptavininum o.s.frv. Skoðuð er þarfagreining viðskiptavina í samhengi við 360°litafræðin og SPIN sölu.
Námskeiðinu lýkur með því að sölumaðurinn og/eða teymið vinnur að því að skilgreina eigin gildi og áherslur og mikilvægi þeirra í bæði sölu og í öllum samskiptum (innri og ytri þjónustu).
Að skilja hvernig hughneigð þeirra hefur áhrif á hvernig þeir mynda viðskiptatengsl við viðskiptavini.
Að setja sig í spor annarra og þarfagreina betur út frá forsendum viðskiptavinarins.
Hvar styrkleikar þeirra og takmarkanir liggja og hvernig þeir geta þróað samskiptahæfileika sína út frá niðurstöðum 360° litagreiningarinnar sem þeir fá afhenta á námskeiðinu.
Hvernig þeir geta notað 360° innsæi til að efla vöruþekkingu sína.
Hvernig hægt er að nýta 360° nálgun við samningagerð og lokanir á sölu.
Hvernig hægt er að nýta SPIN-módel Neil Rackham við skilvirkari þarfagreiningu.
Að innleiða 360° hugmyndafræðina í sölustarfið sem undirstaða 360° Sölumódes Profectus. (sjá mynd)
HÉR getur þú kíkt inn í Tankinn - sérhannaða kennslukerfið á netinu.
360° persónugreining (að verðmæti 19.800.-)
360° mat í sölufærni
Aðgangur að Tankinum, fullkomnu kennslukerfi Profectus á netinu í 6 mánuði (að verðmæti 22.800.-) Allir nemendur fá aðgang að sérsmíðuðu kennslukerfi Profectus í 6 mánuði eftir að námskeiðinu lýkur. Þú getur kíkt inn í kerfið með því að smella HÉR. Í kerfinu hafa nemendur aðgang að námsgögnum, verkefnum og öðru stuðningsefni svo sem kennslumyndböndum, fag- og fræðigreinum ásamt öllum verkefnum sem tekin eru fyrir á námskeiðinu.