- Nám og Námskeið
- Alþjóðlega vottað Markþjálfanám
- Þjálfun og námskeið fyrir fyrirtæki
- Teymisþjálfun og markþjálfun
- Greiningar og Upplýsingar
- Þetta erum við
- Vefverslun
Karfan er tóm
Valdeflandi forysta er aðgerðamiðað nám sem færir nemendum fjölda verkfæra og nýrra hugmynda sem opnar augu þeirra fyrir nýjum möguleikum og tækifærum. Mikil áhersla lögð á að nemendur leggi sig fram við að innleiða þá reynslu og þekkingu sem þeir öðlast samhliða náminu. Námið er fjöbreytt og vinnuframlag nemenda felst bæði viðveru í staðarlotum, fjarkennslu, lestri, hópavinnu og verkefnavinnu á milli áfanga.
40 tímar af náminu er vottað frá International Coaching Federation (ICF) sem stjórnenda markþjálfun og geta nemendur að námi loknu farið beint í nýtt framhaldsnám Profectus í markþjálfun: „Viðurkenndur fyrirtækja og breytingamarkþjálfi“.
LENGD: Námið er 122 klst. og spannar 12 vikur.
VERÐ: Námið kostar 749.000 kr. og er boðið upp á ýmsar greiðsluleiðir.
STYRKHÆFT: Námið er styrkhæft hjá starfsmenntasjóðum og verkalýðsfélögum.
INNIFALIÐ í námsgjöldum eru öll námsgögn, veitingar og ýmis önnur þjónusta:
Nemendur verða að hafa lokið framhaldskóla eða sambærilegri menntun, náð 25 ára aldri og búa yfir að lágmarki þriggja ára reynslu sem stjórnendur (með mannaforráð).
Valdeflandi forysta er umfram allt reynslumiðað nám þar sem nemendur eru hvattir til að innleiða lærdóm sinn á meðan náminu stendur. Þar er stuðst við PAMF hringrásina.
PAMF stendur fyrir Plan-Aðgerð-Mat-Framkvæmd. (e. PDCA eða Plan-Do-Check-Act) er einnig þekkt sem Deming-hringrás eða Shewhart-hringrás. Aðferðin er notuð til að stuðla að stöðugum umbótum. Edwards Deming er talinn standa á bak við aðferðina sem hann þróaði við störf á rannsóknar- stofu Bell-símafyrirtækisins rétt eftir 1920. Hún er ekki eingöngu notuð við breytinga- stjórnun heldur einnig til að stuðla að umbótum á ýmsum sviðum.
PAMF-hringrásin er mjög gagnlegt verkfæri til að stuðla að stöðugum lærdómi í breytingarferlinu, sérstaklega þegar verið er að fara inn á og um ótroðnar slóðir og prófa nýtt verklag, nýja ferla, nýjar vélar eða við innleiðingu annarra nýjunga, þar sem reynsla og þekking er mögulega ekki til staðar – ennþá.
Þessi hugmyndafræði er í fullkomnu samræmi við „Reynslumiðað nám“ (e. Experi- ential learning). Reynslumiðað nám er hugmyndafræði sem tekin er úr kennslufræðum og felur í sér reynslumiðaðan lærdóm, stöðugt endurmat og ígrundun. Hún byggir alfarið á virkri þátttöku í raunverulegum aðstæðum, frekar en að framfylgja eingöngu leiðbeiningum stjórnenda um hvað eigi að gera og hvernig eigi að gera það sem er í algerri andstöðu við hugmyndafræðina.
Leiðtoganámið tekur nemandann með í persónulega og krefjandi vegferð þar sem hann öðlast bæði djúpan sjálfsskilning og víðtækan skilning á mannlegu eðli.
Á tímum hraða og örra breytinga er tilfinningagreind (EQ) leiðtoganum mun mikilvægari en vitsmunagreind (IQ) þar sem árangur hans endurspeglast ekki í því sem hann gerir – heldur öðru fremur í því hver hann er.
Flestar stærstu áskoranirnar stjórnenda tengjast æ sjaldnar því sem þeir gera eða gera ekki – heldur í meira mæli skilningsleysi þeirra á mannlegu eðli. Oftast tengjast stærstu áskoranir stjórnenda hugarfari starfsfólks, viðnámi þess við breytingum, áþreifanlegum skorti á samhug, samkennd og samvinnu.
Sérstaða Valdeflandi forystu felst í því að lausnir við flestum þeim áskorunum sem stjórnendur eru að glíma við er að finna innan ramma félagsvísindanna þar sem er lögð meiri og markvissari áhersla á kerfisbundna rannsókn á samfélaginu, félagslegum tengslum og mann- legri hegðun. Því miðar námið að því að nemandinn öðlist djúpan skilning á mótun einstaklinga, hópa, stofnana og samfélaga.
Fyrirtæki og skipulagsheildir eru ávallt byggðar á hugmyndum eða hugsýn fólks. Allt gangverkið byggist á hinu mannlega: Samskipti, tjáskipti og boðskipti eru ráðandi þættir í allri samvinnu þar sem árangur ræðst af samhug og samkennd og sameiginlegri sýn á leiðina að settu marki. Það liggur því í hlutarins eðli að aukinn, dýpri skilningur stjórnenda á sundurleitri hugsun, hegðun, samskiptum, reynslu, viðhorfum og menningar- heimum er mun stærri þáttur í starfi hans og árangri en áður var talið.
Eftir gagnrýna endurskoðun á efnistökum okkar og kennslufræðilegri nálgun höfum við nú þróað leiðir, lausnir og safnað saman fullnægjandi fróðleik til að búa nemendur okkar undir að takast á við þessar ört vaxandi áskoranir með árangursríkum hætti.
Við höfum aukið verulega hlutfall fræðsluefnis sem á rætur sínar að rekja til félagsvísinda. Sú nálgun hefur sýnt og sannað að í rekstrarumhverfi nútímans eru lykilforsendur árangurs verulega frábrugðnar þeim þjálfunaraðferðum sem lengi voru taldar hinar einu sönnu.
Þær áherslubreytingar, uppbygging og kennslufræðileg nálgun sem hefur verið innleidd í þetta nýja leiðtoganám hafa reynst stjórnendum mun betur í starfi, hvort sem litið er til framlegðar, skilvirkni, starfsmannaveltu, tíðni mistaka eða niðurstöðutalna.
Þegar öllu er á botninn hvolft liggja mestu verðmæti námsins í því að nemendur læra af hverju úreltir stjórnunarhættir standa í vegi fyrir persónulegum og faglegum árangri.
Kanadíski listamaðurinn Jim Ridge hefur teikna tæplega 200 skýringamyndir sem við nýtum í náminu við að miðla fróðleik og auka skilning nemenda. Ríflega 60% nemenda læra best sjónrænt og með þá staðreynd að leiðarljósi leitumst við að hámaka lærdóm og áhugahvöt nemenda.
Við erum að vinna að því að hnýta síðustu endana hvað efnistök og framvindu varðar. Þær upplýsingar verða komnar hingað inn á vefinn í lok apríl. Ef þú vilt að við sendum þér upplýsingar um námið um leið og þær liggja fyrir - smelltu þá á hnappinn hér að neðan og við sendum þér póst um leið og allt er klárt.
Ingvar Jónsson er stjórnunar- og markaðsfræðingur, EQ-sérfæðingur og PCC- fagþjálfi sem hefur þjálfað hefur stjórnendur hér heima og víða erlendis í á annan áratug til að efla færni þeirra í starfi.
Ingvar hefur hlotið fjölda alþjóðlegra viðurkenninga fyrir störf sín og framlag til mannauðsmála, meðal annarra: Global HR Maveric, einn af 101 áhrifamestu markþjálfum í heimi og Golden Aim Award for Excellence and Leadership and Human Resource Management.
Áður hafa komið út eftir Ingvar ýmsar bækur um persónulega stefnumótun og verkfæri til stefnumótunar fyrirtækja sem gefin hafa verið út hjá bæði innlendum og erlendum forlögum.