- Nám og Námskeið
- Alþjóðlega vottað Markþjálfanám
- Þjálfun og námskeið fyrir fyrirtæki
- Greiningar og Upplýsingar
- Þetta erum við
- Vefverslun
Karfan er tóm
Kraftmiklar spurningar: „Masterclass“ fyrir markþjálfa er kraftmikið námskeið þar sem nemendur læra að nýta sér enn betur listformið á bak við þær spurningar sem skipta mestu máli.
Námskeiðið byggir á nýjustu bók Ingvars Jónssonar „101 POWERFUL QUESTIONS - That Can Change Your Life!“. Þetta er bók sem allir ættu að eignast því það eru yfirleitt ekki svörin sem okkur skortir. Okkur skortir frekar kraftmiklar spurningar sem bæði ögra okkur og hjálpa að finna hugrekki til að leita þeirra svara sem mestu máli skipta.
Spurningamerkið er tákn um forvitni, eftirgrennslan og umbreytingu. Merkið hvetur okkur til dýpri hugsunar, ögrar ályktunum og þrýstir okkur að mörkum þess sem við þekkjum eða teljum okkur vita. Spurningarmerkið er sterkara en punkturinn því það stuðlar að nýsköpun og framförum. Það knýr okkur til að leita svara, lausna og nýrra möguleika.
Spurningamerkið kyndir undir uppbyggjandi og áskorandi samræðum og samskiptum sem geta umbylt þekkingu okkar, skilningi og sköpunargáfu. Kraftur þess hvetur okkur til aðgerða, stuðlar að vexti og getur auðveldlega hjálpað okkur að móta framtíðina og mun leiða okkur í átt að mun dýpri skilningi á okkur sjálfum og heiminum í kringum okkur – þegar við nýtum það með réttum hætti.
Á námskeiðinu er kafað ofan í hvernig kraftmiklar spurningar geta leitt til umbreytinga. Farið er yfir hið raunverulega hlutverk spurninga, mismunandi tegundir og tilgang þeirra og hvernig markþjálfar geta nýtt sér enn betur þá ógnarkrafta sem í þeim búa.
Líkt og góður markþjálfi leggur höfundur í bókinni ríka áherslu á mikilvægi sjálfsrannsóknar og kennir hvernig viðvarandi viðhorfs- og lífstílsbreytingar hefjast oftast með kraftmikilli spurningu sem ögrar stöðnun og hvetur til aðgerða. Hún inniheldur 101 kraftmiklar spurningar sem eiga það sameiginlegt að leiða þig til dýpri sjálfsvitundar, aukinnar sjálfsþekkingar og tilfinningagreindar. Spurningarnar spanna 10 helstu svið tilveru okkar þar sem hver spurning er útskýrð, bæði tilgangur hennar og áhrifamáttur. Í viðauka bókarinnar finnur þú að auki 222 spurningar sem fanga flestar þær aðstæður sem mögulega halda aftur af okkur – og hjálpa okkur áfram.
Bókin:
101 POWERFUL QUESTIONS - That Can Change Your Life!