- Nám og Námskeið
- Alþjóðlega vottað Markþjálfanám
- Þjálfun og námskeið fyrir fyrirtæki
- Greiningar og Upplýsingar
- Þetta erum við
- Vefverslun
Karfan er tóm
Við hjá Profectus bjóðum upp á margar leiðir í persónulegri markþjálfun, allt eftir því hverju þú ert að leita að og hvert þú vilt fara.
Ef þú ert ennþá ekki viss um hvað markþjálfun er eða hvort hún sé eitthvað sem gagnist þér þá bendum við þér á að lesa Hvað er markþjálfun?
Verðið fyrir þá þjónustu er alltaf háð reynslu og menntun markþjálfans sem þú óskar eftir og er tiltekið við hvern og einn þegar þú velur þér markþjálfa í næsta skrefi
Markþjálfar hjá Profectus sem eru „Professional Certified Coach“ frá International Coach Federation hafa að lágmarki 1.000+ klst. reynslu í markþjálfun
Markþjálfar hjá Profectus sem eru „Associate Certified Coach“ frá International Coach Federation hafa að lágmarki 150+ klst. reynslu í markþjálfun
Þar sem Profectus er bæði með grunn- og framhaldsnám í markþjálfun bjóðum við einnig upp á nema-markþjálfun. Þeir nemar hafa allir lokið við 125 klst. nám í markþjálfun (grunn- og framhaldsnám) og eru komnir eru með 50-100 klst. reynslu.
Nema-markþjálfun er hluti af námi þeirra og njóta handleiðslu mentor-markþjálfa í sínum störfum.