- Nám og Námskeið
- Alþjóðlega vottað Markþjálfanám
- Þjálfun og námskeið fyrir fyrirtæki
- Greiningar og Upplýsingar
- Þetta erum við
- Vefverslun
Karfan er tóm
Vinnustaðagreining er verkfæri sem greinir velferð innan fyrirtækja. Greiningin inniheldur raunstöðugreiningu og mælingu á starfsánægju. Raunstöðugreiningin felur í sér greiningu á 10 þáttum sem hafa lykiláhrif á heilbrigði fyrirtækjamenningar.
Kostir vinnustaðagreingar eru meðal annars:
Upplýsingar fást um raunstöðu fyrirtækis (staðan eins og hún er)
Starfsánægjukönnun metur stöðu starfsánægju og hvernig hún tengist 9 undirflokkum
Hún greinir þá þætti í umhverfinu sem teljast jákvæðir og þá sem teljast neikvæðir þá stundina
Upplýsingarnar fást strax svo hægt er að bregðast við þeim
Hægt er að takast á við áskoranir um leið og þær koma upp, áður en þær fara niður fyrir mörkin
Það tekur starfsmann um 30-40 mínútur að fylla út spurningalistann svo niðurstöður eru tiltækar nánast samstundis
Deildir og svið þar sem þættir (t.d. traust eða samskipti) eru neðan marka finnast strax
Það er löngu ljóst að framsækið starf þarf að fara fram í heilbrigðu umhverfi. Áður fyrr var það langt og flókið ferli að leggja mat á þá þætti sem mynda heilbrigt starfsumhverfi og oft var það alls ekki gert.
Eftir áralangar rannsóknir á farsælustu fyrirtækjum heims tókst Dr. Kobus Neethling að skilgreina þá tíu lykilþætti í heilbrigðu starfsumhverfi sem skipta sköpum til þess að ná árangri á 21. öldinni. Hann notaði þessa þætti til þess að þróa líkan þar sem sjónum er beint að bæði jákvæðum og neikvæðum hliðum starfsumhverfis. Niðurstöðurnar eru áþreifanlegar og sýna ótvírætt hvar fyrirtækið er statt hvað þessa þætti varðar.
Auðvelt er að hagnýta niðurstöðurnar – Raundæmi
Niðurstöður raunstöðugreiningarinnar koma á einföldu myndrænu formi. Raundæmið hér að neðan lýsir fyrirtæki sem hafði gengið í gegnum talsverðar þrengingar. Stjórnendur höfðu tapað trausti starfsmanna og fjarlægst þá vegna óvinsælla, en oft nauðsynlegra, ákvarðana og niðurskurðar.
Símenntun hafði setið á hakanum og starfsmenn höfðu gengið í gegnum miklar breytingar. Samskiptin voru ennþá góð, en undir yfirborðinu hafði óánægjan verið að aukast. Niðurstöðurnar voru kynntar á starfsmannafundi ásamt markvissum úrbótum sem tengdust þeim lykilþáttum sem lentu „undir línunni“.
Átta mánuðum síðar sýndu mælingar alla lykilþætti réttum megin við línuna.
TRAUST
YFIR MÖRKUM
UNDIR MÖRKUM
SÍMENNTUN OG ÞJÁLFUN
YFIR MÖRKUM
UNDIR MÖRKUM
STARFSÁNÆGJA
YFIR MÖRKUM
UNDIR MÖRKUM
TUNGUTAK
YFIR MÖRKUM
UNDIR MÖRKUM
HLUTDEILD
YFIR MÖRKUM
UNDIR MÖRKUM
ORKA
YFIR MÖRKUM
UNDIR MÖRKUM
YFIR MÖRKUM
UNDIR MÖRKUM
SAMSKIPTI
YFIR MÖRKUM
UNDIR MÖRKUM
BREYTINGAR
YFIR MÖRKUM
UNDIR MÖRKUM
BOÐSKIPTI
YFIR MÖRKUM
UNDIR MÖRKUM
Við mælingar á starfsánægju er byggt á spurningalista sem Paul E. Spector hannaði og kallast starfsánægjukönnun (e. job satisfaction survey). Könnunin er viðurkennt mælitæki sem notað hefur verið við mælingar á þúsundum starfsmanna. Niðurstaða könnunarinnar sýnir stöðu starfsánægju út frá þriggja þrepa skala auk þess sem niðurstöður eru flokkaðar í níu mismunandi undirflokka sem allir tengjast hugtakinu starfsánægja.
Vinnustaðagreining Profectus fyrirtækjaþjónustu er líklega hagkvæmasta og einfaldasta leiðin til að ná fram raunstöðu skipulagsheilda í þeim 10 lykilþáttum sem liggja til grundvallar heilbrigða fyrirtækjamenningar samhliða mælingu á starfsánægju.
Niðurstöðurnar liggja fyrir um leið og allir starfsmenn hafa svarað greiningunni.
Það tekur 30–40 mínútur að svara greiningunni.
Greiningin er nafnlaus og ekki er hægt að rekja svörun einstakra starfsmanna.