- Nám og Námskeið
- Alþjóðlega vottað Markþjálfanám
- Þjálfun og námskeið fyrir fyrirtæki
- Greiningar og Upplýsingar
- Þetta erum við
- Vefverslun
Karfan er tóm
Hvernig við hugsum, bregðumst við, tökum ákvarðanir, eigum samskipti, veljum okkur störf, stjórnum fólki og ölum upp börnin okkar – það veltur allt á því hvernig við hugsum. Kostirnir sem fylgja því að skilja sitt eigið hugsnið eru meðal annars að við myndum betri tengsl, erum virkari þátttakendur í teymisvinnu og tökum skynsamlegar og réttar ákvarðanir. Að taka betri ákvarðanir um vinnu og starfsferil eða velja rétta fagið eða námsleiðina getur með tímanum leitt til uppbyggilegra og meira gefandi einkalífs og ánægju í starfi.
Til að skilja hugsnið okkar þurfum við að nota vottað og vel rannsakað mælitæki. Við höfum valið að bjóða upp á Neethling-hugmælitækið („Neethling Brain Instrument“), NBI™, sem grunn áreiðanlegra upplýsinga um hughneigðir og skilgreiningu á heildarhugsun.
Hvað eru NBI huggreiningar?
NBI-hugsnið gefa vísbendingar um hvernig:
Hugsnið okkar gefur vísbendingu um hvernig við hneigjumst til að eiga samskipti, stjórna, læra, kenna, leiða, leysa vandamál, taka ákvarðanir og mynda sambönd og margar fleiri hliðar lífsins. Kostirnir sem fylgja því að skilja þitt eigið hugsnið eru m.a. að þú myndar betri tengsl, ert virkari þátttakandi í teymisvinnu og tekur skynsamlegar og viðeigandi ákvarðanir.
Þó að „hughneigðir“ okkar geti stundum verið gagnlegar við ákveðnar aðstæður geta þær einnig dregið úr getu okkar til að starfa vel og markvisst. Til að við getum orðið skilvirkari – bæði persónulega og í atvinnulífinu – þurfum við að skilja hughneigðir okkar betur.
Gerð hafa verið snið af yfir 2.000.000 einstaklingum á ýmsum aldri frá mörgum löndum með NBI™. Áframhaldandi rannsóknir við fjölda háskóla og stofnanir eru enn ómissandi hluti af heilavísindum. Nú eru til 20 mismunandi NBI™-greiningar til bæði persónulegra og viðskiptalegra nota.
Hér að neðan er að finna lýsingu á vinsælustu greiningunum sem við höfum að bjóða. Þetta er aðeins hluti þeirra greininga sem í boði eru en alls eru til 23 mismunandi NBI-greiningar í heildina.
Profectus er umboðsaðili NBI í Skandinavíu og sér einnig um að þjálfa upp NBI-Practitioners sem fá í framhaldinu leyfi til að bjóða upp á og vinna með og túlka niðurstöður NBI-greininga.
Almenn NBI-greining fyrir fullorðna
Þetta verkfæri mælir hughneigðir með því að fá innsýn í hvernig við hneigjumst til að hugsa gerir okkur meira vakandi og næmari fyrir hughneigðum annarra.
Þróun bættra tengsla, öflugra framlag í teymisvinnuna og að taka traustar og réttar ákvarðanir eru aðeins fáeinir kostir þess að skilja eigin hugsanasnið.
Með meiri nákvæmni í vali á starfi og starfsferli eða að velja rétt svið eða nám gæti hugsanlega leitt til enn frekari árangurs og lífsfyllingar í faglegu starfi og einkalífi.
Úr því að áhersla þessa NBI®-sniðs er á hughneigðir er lokaniðurstaðan hvorki góð né slæm. NBI®-sniðið skilar hugsniði sem er lýsandi, hlutlaus greining á hver tilhneiging einstakling er, bæði í hugsun og hegðun – hans eðlisfar – þar sem engin útkoma er betri eða verri en önnur.
Til að öðlast skýrari mynd af hver einstaklingurinn er mælum við oft með því að taka tvær mismunandi NBI®-greiningar – aðra með áherslu á hughneigðir og hina til að meta færni?
Viðkomandi gæti vel verið með ríkjandi hughneigðir á tilteknum sviðum án getu til að fylgja henni eftir. Til dæmis er mögulegt að einstaklingur gæti hneigst mjög sterklega að reglu, áætlanagerð og skipulagningu, en hafi aldrei haft tækifæri til að þróa færni til að gera áætlanir og skipuleggja.
Hins vegar er mögulegt að viðkomandi gæti búið yfir afbragðsfærni til að starfa á ákveðnu sviði, en hugurinn hans hneigist lítið í átt að þeirri starfslýsingu, kröfum og ferlum sem eru samfara starfinu. Það er ávísun á starfsleiða og stutta viðveru í starfi. Þegar ríkjandi hughneigð (eðlisfar) myndar ekki samhljóm með starfslýsingunni er líklegt að einstaklingurinn eigi erfiðara með að viðhalda ástríðu sinni og eldmóð til að verða sæll og skilvirkur í því starfi.
Sá vísindalegi bakgrunnur sem NBI®-greiningarnar byggja á skiptast í fjóra mismunandi hugarfjórðunga:
(V1) Hinn blái fjórðungur hins raunsæja og rökhyggna
(V2) Hinn græni fjórðungur hins skipulagða og varðveitandi
(H2) Hinn rauði fjórðungur hins tilfinningalega og félagslega
(H1) Hinn guli fjórðungur hins óhefðbundna og hugmyndaríka
Hverjum og einum af þessum fjórum fjórðungum er skipt í tvo hluta þannig að verði 8 mismunandi víddir á hughneigð viðkomandi persónu.
NBI® Forystugreining
Forystugreining veitir þér innsýn í forystustíl þinn, mál sem skipta þig miklu (en ef til vill ekki starfsmenn eða samstarfsmenn) og jafnvel þar sem rými gæti til vaxtar í starfi!
Þróun bættra tengsla, öflugra framlag á vinnustaðinn og að taka traustar og réttar ákvarðanir eru aðeins fáeinir kostir þess að skilja eigin hugsanasnið.
Úr því að áherslan er á hughneigðir eru niðurstöðurnar hvorki góðar né slæmar. Forystusniðið er lýsandi, hlutlæg greining á hugsanavali einstaklingsins, þar sem ekkert snið er betra eða verra en annað. Þess í stað lýsir skýrslan hughneigðum einstaklingsins og skilar tillögum byggðum á þeim.
Forystusniðið mælir hughneigðir en ekki færni og hæfileika sem þarf til að hrinda þeim í framkvæmd. Þess vegna er mögulegt að einstaklingurinn gæti hneigst sterklega að reglu, áætlanagerð og skipulagningu, en hafi aldrei haft tækifæri til að þróa færni til að gera áætlanir og skipuleggja. Fyrst óskirnar eru í þessa átt er í þessu tilviki ráðlagt að styðja þær óskir með því að þróa færni sem kæmi að gagni á tilteknum starfsferli.
NBI® Færnigreining
Þetta verkfæri dregur fram færni einstaklings. Vera má að þú hafir aflað þér færni á tilteknu sviði sem er ekki dæmigerð fyrir hughneigð heilans þíns eða þú gætir verið með ríka hughneigð á einu sviði en hafir aldrei haft tækifæri til að þróa nauðsynlega færni.
Vera má að færnisnið þitt sé ólíkt hughneigðarsniðinu þínu. Algengasta ástæðan fyrir að þetta gerist er, að kjósa („vilja“) eitthvað þýðir ekki sjálfkrafa að þú búir yfir færni til að fylgja eftir eða beita þeirri hughneigð. Ef til vill hefurðu gaman af að syngja, en hefur ekki færni til þess.
Andstæðan er líka stundum staðreyndin. Viðkomandi persóna kann að búa yfir afbragðsfærni í endurskoðun, en hefur litla eða enga hughneigð í að starfa sem endurskoðandi. Erfitt væri að viðhalda ástríðu og ástundun ef fylgni á milli hugsniðs og færnisniðs er lítil.
NBI® Starfsgreining
NBI-starfssniðið er lýsandi en ekki dæmandi mat þar sem ekkert snið er æðra öðru. NBI-starfssniðið dregur fram færnisstyrk sem þarf í hverjum fjórðungi til að framkvæma tiltekið starf vel. Skýrslan um sniðið leggur áherslu á tiltekin fjórðungsstig og skilar tillögum byggðum á þessum stigum.
Með því að skoða starfslýsinguna má því nota þetta verkfæri til að hanna snið fyrir tiltekið starf. Þetta snið gefur til kynna hvaða atriði í 360° forystu þarf til að vinna þetta starf sem best.
NBI® Samskiptagreining (fyrir vinnustaðinn)
Samskiptagreiningin veitir þér innsýn í hughneigðir þínar í samböndum á vinnustaðnum. Innsýn í einstakar hughneigðir samstarfsmanna þinna og þínar eigin og hvernig þær hafa áhrif á starfssambönd þín fer langt með að rækta skilning og umburðarlyndi í stað gremju og aðfinnslusemi.
Lykilorðið að árangursríkum samböndum er umburðarlyndi gagnvart ágreiningi og að viðurkenna þá staðreynd að við hugsum ekki öll með sama hætti.
Samskiptagreiningin mælir hughneigðir en ekki færni og hæfileika sem þarf til að hrinda hughneigðunum í framkvæmd. Þess vegna er mögulegt að einstaklingurinn gæti hneigst sterklega að reglu, áætlanagerð og skipulagningu, en hafi aldrei haft tækifæri til að þróa færni til að gera áætlanir og skipuleggja. Fyrst óskirnar eru í þessa átt er í þessu tilviki ráðlagt að styðja þær óskir með því að þróa færni sem kæmi að gagni í tilteknu sambandi.
NBI® Samskiptagreining við viðskiptavini
Samskiptagreining við viðskiptavini er lýsandi en ekki dæmandi mat þar sem ekkert snið er æðra öðru.
Samskiptagreining við viðskiptavini dregur fram hughneigðir þínar í öllum fjórðungum varðandi viðskiptavini. Skýrslan um sniðið dregur fram og skýrir háa, meðal og lága stigagjöf í öllum fjórðungunum.
Vera má að sambandssnið þitt við viðskiptavini sé ólíkt hughneigðarsniði hans/hennar. Algengasta ástæðan fyrir að þetta gerist er að þú getur hafa tileinkað þér tiltekna færni í samskiptum við viðskiptavini sem hafa þjónað þér vel áður. Sú færni kann að vera úr takti við hugsnið viðskiptavina þinna og því myndast oft spenna í samskiptum við þá, án þess að ástæða þess sé augljós.
Meginmarkmið þessarar greiningar er að opna á skilning þess að það eru í raun fjögur tungumál sem töluð eru í samskiptum við viðskiptavina - og þeir sem kunna þeim ekki skil lenda oftar í samskiptaerfiðleikum en þeir sem hafa lært 360° hugsun í samskiptum.
NBI 360° endurgjafargreining
360° sniðið þitt veitir þér innsýn í til hvers konar gerðar af stjórnanda þú hneigist og hvernig það hefur áhrif á fylgjendastíl þinn. Það dregur fram mál sem skipta þig miklu (en ef til vill ekki vinnuveitanda eða samstarfsfólk) og jafnvel þar sem rými gæti verið fyrir umbætur!
360° sniðið leggur mat á hughneigðir en ekki færni og hæfileika sem þarf til að hrinda þeim í framkvæmd. Þess vegna er mögulegt að einstaklingurinn gæti hneigst sterklega að reglu, áætlanagerð og skipulagningu í stjórnanda, en hafi aldrei haft tækifæri til að þróa þessa færni hjá sjálfum/sjálfri sér.
NBI-matarvenjugreining
NBI®-matarvenjusnið þitt veitir þér innsýn í megrunarstíl þinn, mál sem eru þér mikilvæg og jafnvel þar sem rými er fyrir umbætur!
Úr því að áherslan er á hughneigðir eru lokaniðurstöðurnar hvorki góðar né slæmar. NBI®-matarvenjusniðið er lýsandi, hlutlæg greining á hugsanavali þínu og gerir tillögur byggðar á því. Sniðið mælir hughneigðir en ekki færni og hæfileika sem þarf til að hrinda þeim í framkvæmd. Þess vegna er mögulegt að þú gætir hneigst sterklega að reglu, áætlanagerð og skipulagningu við megrunarátak, en hafir aldrei haft tækifæri til að þróa færni til að gera áætlanir og skipuleggja það að þinni vild.
Fyrst óskirnar eru í þessa átt er í þessu tilviki ráðlagt að styðja þær óskir með því að þróa færni sem kæmi betur að gagni við fylgja megrunarátaki sem þú velur þér.
NBI-fótboltagreining
Ertu einstaklingur á vellinum eða ertu hluti af liðinu? Býrðu til eyður og gegnumbrot í leiknum? Ertu sá sem heldur uppi aga á liði og reglu á vellinum? Verðurðu æstur á vellinum eða heldurðu ró þinni?
NBI®-fótboltagreiningin kortleggur hugsnið þitt sem leikmanns. Það ákvarðar hvernig þú spilar og upplifir leikinn.
Með þessu verkfæri muntu:
• Öðlast innsýn í hvernig þú ættir að nálgast og spila fótboltann þinn.
• Bættu árangur þinn
• Auktu skilning þinn á liðsfélögunum
• Þjálfaðu og láttu þjálfa þig í eigin hugsanaferlum
• Vertu 360° fótboltaleikmaður
• Þróaður 360° aðferðafræði á vellinum
NBI-foreldragreining
Foreldragreiningin veitir þér innsýn í foreldrastíl þinn; mál sem skipta þig miklu (en ef til vill ekki barn þitt eða maka!) og jafnvel þar sem rými gæti verið fyrir umbætur!
Þróun bættra tengsla, öflugra framlag til fjölskyldunnar og að taka traustar og réttar ákvarðanir eru aðeins fáeinir kostir þess að skilja eigin hugsanasnið.
Úr því að áherslan er á hughneigðir eru lokaniðurstöðurnar hvorki góðar né slæmar. NBI®-foreldrasniðið er lýsandi, hlutlæg greining á hugsanavali einstaklingsins, þar sem ekkert snið er betra eða verra en annað. Þess í stað lýsir skýrslan hughneigðum einstaklingsins og skilar tillögum byggðum á þeim.
Ekkert hugsnið er gott eða slæmt, rétt eða rangt.
Hughneigð er ekki það sama og færni – maður hefur mögulega áhuga á einhverju en er ekki mjög góður í því og öfugt.
Hátt skor í einhverjum hluta hugsniðsins þarf ekki að þýða að þú hneigist til ALLRA þátta þess hlutar.
Hugsnið getur breyst, en aðeins ef fyrir því er sterk ástæða.
Maður getur þróað hugsun sína í þeim hlutum sem maður hneigist minna til með skapandi hugæfingum.
Fyrst og fremst vegna þess hversu auðskiljanlegar þær eru, hversu auðvelt að læra og skilja NBI-fræðin og umfram allt, hversu auðvelt er að beita NBI-þekkingunni við raunverulegar aðstæður.
Kobus Neethling og teymi hans hefur unnið að NBI™ þannig að það er orðið mjög fágað og háþróað. 8 vídda líkanið af hughneigðum gefur kost á djúpri innsýn í hugsnið einstaklinga og hópa. Til glöggvunar og til að veita smá innsýn í hvað má lesa úr NBI-hugsniði með einföldum hætti er hér smá listi yfir hvað einkennir þá sem hafa ríka hughneigð í eftirtöldum ferningum:
Ríkjandi blá (L1) hugsun snýst í hnotskurn um að
Ríkjandi græn (L2) hugsun snýst í hnotskurn um að
Ríkjandi rauð (R2) hugsun snýst í hnotskurn um að
Ríkjandi gul (R1) hugsun snýst í hnotskurn um að