Breytingastjórnun

Við hjá Profectus fyrirtækjaþjónustu búum yfir víðtækri reynslu í að styðja við fyrirtæki og teymi í að ná og viðhalda árangri. Við getum komið inn á öllum stigum breytingastjórnunar, allt frá undirbúningi til innleiðingar og viðhalds.

Sérstaða okkar og kjarnafærni liggur í því að teymisþjálfarar okkar eru allir vottaðir markþjálfar, allir með meira en 1000 klst. reynslu í að hjálpa einstaklingum og teymum að ná markmiðum sínum og takast á við breytingar.

Í síbreytilegum heimi viðskipta blasir við sú staðreynd að þau fyrirtæki sem stuðla meðvitað og markvisst að helgun starfsfólks eiga bæði auðveldara með að ná og viðhalda árangri. Helgað starfsfólk á það sameiginlegt að hafa jákvætt viðhorf til heildarinnar og er tilfinningalega skuldbundið fyrirtækinu og samstarfsfólki sínu.

Helstu mistök í breytingaferlinu?

Ferilll breytinga - lykilatriði

Þó svo að ásetningur með breytingum sé í flestum tilvikum góður þá er staðreyndin sú að þær misheppnast í 70% tilvika (Rick Maurer, Beyound TheWall of Resistance). Með aðferðum teymisþjálfunar er verið að fylgja því tryggilega eftir að því sem á að breyta, sé breytt!

Meginástæðurnar fyrir því eru meðal annars:

  • Ófullnægjandi samskipti.
    Algengt er að of mikil áhersla er lögð á hverju og hvernig á að breyta í stað þess að fá fólk með sér. Það er vænlegra til árangurs að leggja ríkari áherslu á að tilgreina ávinning og raunverulegar ástæður þess að breytinga er þörf. „Af hverju?“ er fyrsta spurningin sem þarf að svara!

  • Hagsmunaárekstrar milli laga.
    Viðnám við breytingum má oftast rekja til þess að starfsfólki er eðlislægt að líta á og meta breytingar út frá eigin hagsmunum  – „Hvaða áhrif hefur þetta á mig?“.

  • Skortur á leiðtogafærni.
    Í breytingaferli er mikilvægt að þjálfa stjórnendateymið sérstaklega með áherslu á tilfinningagreind og samskiptafærni. Sannur leiðtogi hefur það sem þarf til að afla sér fylgjenda.

  • Óskýr sýn og skortur á skipulagi.
    Algengustu mistökin sem gerð eru þegar farið er í breytingar er að fara af stað áður en búið er að skilgreina og skipuleggja alla verkþætti, ábyrgðar- og starfslýsingu lykilmanna og heildstæða samskiptaáætlun. Allt byggir þetta á því að framtíðarsýnin og tilgangur breytinganna sé alveg skýr, ekki bara hvað, hvenær og hvernig á að gera hvað, heldur hvaða jákvæðar afleiðingar breytingarnar koma til með að hafa fyrir fyrirtækið og hvern og einn sem breytingarnar snerta.

  • Skortur á skuldbindingu og stuðningi.
    Að fara í gegnum breytingaferli er langhlaup og krefst stöðugrar endurskoðunar, úthalds og þrautseigju. Af þeim sökum er algert lykilatriði að allir sem taka þátt í breytingunum fái bæði aðhald og stuðning frá stjórnendum og/eða reyndum teymisþjálfum af sömu ástæðu og íþróttalið hafa þjálfara, einhvern sem hefur eingöngu hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi.

Reynsla okkar hefur kennt okkur að þau fyrirtæki sem leggja metnað í að byggja upp sterk og heilbrigð teymi, þar sem styrkleikar hvers og eins fá að njóta sín, uppskera gjarnan samlegðaráhrif og starfsmögnun sem öðrum getur reynst erfitt að keppa við. Ekki hika við að hafa samband við okkur ef þú vera í þeirra hópi.

Lykilatriði flóknari breytinga

 

Leiðbeinendur

Valdimar Þór Svavarsson Profectus

  • Valdimar Þór Svavarsson – MS-stjórnun og stefnumótun, BA-félagsráðgjöf, ICF-markþjálfi, NBI-þjálfi

 

Ingvar Jónsson Profectus

  • Ingvar Jónsson – Alþjóða markaðsfræðingur, MBA, PCC-markþjálfi og NBI-master trainer
  • Höfundur bókanna „The Whole Brain Leader“ (2015), „Coaching - Bringing out the best“ (2016), „Sigraðu sjálfan þig!“ (2018), og „Hver ertu og hvað viltu?" (2020)
  • Var valinn einn af 101 áhrifamestu markþjálfum í heimi á World Coaching Congress í febrúar 2020.