- Nám og Námskeið
- Alþjóðlega vottað Markþjálfanám
- Þjálfun og námskeið fyrir fyrirtæki
- Teymisþjálfun og markþjálfun
- Greiningar og Upplýsingar
- Þetta erum við
- Vefverslun
Karfan er tóm
Ásbjörn er ferskasti starfsmaðurinn okkar og sá sem tengir saman kynslóðirnar innan teymisins. Þó hann sé yngstur þá er hann fremstur meðal jafningja þegar kemur að færni og innsýn Y-kynslóðarinnar eða Gen-Z eins og hann kýs að kalla það.
Geirlaug er einn af okkar kennurum sem býr yfir bæði ótrúlega fjölbreyttri og langri reynslu af því að vinna með fólki í að finna sinn farveg og tilgang. Hún er þroskaþjálfi og fjöskyldufræðingur að mennt og hefur komið víða við. Hún starfaði Í 12 ár sem framkvæmdarstjóri Starfsendurhæfingu Norðurlands, allt frá stofnun til ársins 2018 þar sem hún var leiðandi afl í stefnumótun og uppbyggingu. Hún er ásamt Ingunni Helgu í forsvari fyrir kennslu markþjálfanáms okkar á Akureyri.
Það má segja að eftir að hún lauk bæði grunn- og framhaldsnámi í markþjálfun hafi Geirlaug fundið sína leið þar sem reynsla hennar, menntun og þekking hafi fléttast saman við hennar köllun, að aðstoða aðra við að finna sjálft sig og draumum sínum farveg. Hennar kjarnafærni sem markþjálfi er alúðarfesta og einlæg trú hennar að geta fólks til að ná árangri sé nánast takmarkalaus. Vendipunktur okkar er þegar við lærum og viðurkennum að möguleikar okkar eru bundnir vilja okkar á að taka fulla ábyrgð á þeim árangri sem við viljum ná.
Guy Woods hefur lokið LLM International Law frá Nottingham-Trent University og BA (Hons) in Journalism & Visual Media frá Griffith College í Dublin. Auk þess er hann PCC-markþjálfi með ECPP (Ericson Certified Professional Coach).
Guy er búsettur í Dublin á Írlandi en starfar að ýmsum þróunarverkefnum hjá Profectus. Hann markþjálfar nánast eingöngu á SKYPE og eru viðksiptavinir hans staðsettir um víða veröld. Hann hefur haldið nokkrar vinnustofur hér á landi við frábæran orðstír.
Guy mun ganga til liðs við kennarateymi okkar í janúar 2020 og stýra uppbyggingu Profectus Coaching House LDT. í Bretlandi.
Hjördís elskar að sjá fólk upplifa það að ná árangri umfram væntingar um
eigin getu og sjá teymi vinna þannig saman að töfrar verði til. Að mati hennar
felst lykillinn að árangri í viljanum til breytinga og vel útfærðri
aðgerðaráætlun. Hjördís er kjörinn ferðafélagi á þeirri vegferð sem hvetur,
ögrar, hrósar og rýnir til gagns.
Hjördís er stjórnenda- og leiðtogamarkþjálfi (e. Executive Coach) með
alþjóðlega ACC vottun frá ICF. Hún er vottaður NBI-practitioner Whole Brain
Coach og er með réttindi til að vinna með EQ-i 2.0 og EQ 360 sem er mest
notaða greiningaraðferð í heiminum fyrir tilfinningagreind. Hún er með MSc. í
stjórnun og stefnumótun og BSc. í hagfræði frá Háskóla Íslands. Hjördís býr yfir
áratugareynslu sem stjórnandi, ráðgjafi og greinandi. Breytinga- og
krísustjórnun er hennar kjarnafærni og hún býr yfir margþættri reynslu á því
sviði.
Hjördís hefur mörg áhugamál og finnst gaman að prófa nýja hluti. Þess vegna
hefur hún lært seglbátasiglingar á Kyrrahafinu, stundað hestamennsku af
eldmóð, keppt í sundi og spilað Petanque með eftirlaunaþegum á norður
Jótlandi. Næstu ævintýri hennar eru að læra á gönguskíði og fara í göngur á
nýjar slóðir með dalmatíutíkinni Pixie. Reglulega gerast líka undur í eldhúsinu
hjá Hjördísi sem kemur sér vel þegar gesti ber að garði. Bestu tímarnir eru með
fjölskyldu og vinum við matarborðið, á veröndinni eða bara einhversstaðar að
gera eitthvað skemmtilegt.
Ingunn Helga ólst upp á Húsavík en er búsett á Akureyri og annar tveggja kennara sem eru í forsvari fyrir markþjálfanámi okkar þar. Hún lauk námi sem landfræðingur frá Háskóla Íslands og í framhaldinu meistaranámi á því sviði á Írlandi með áherslu á skipulagsmál. Hún starfaði sem verkefnastjóri starfsþróunar hjá Akureyrarbæ í 11 ár. Samhliða því starfi kláraði hún kennsluréttindanám í Háskólanum á Akureyri.
Eins og góðum markþjálfa sæmir, með opinn huga og trú sjálfri sér fann hún vaxandi ástríðu fyrir því sem snýr að hinu mannlega, vexti, sjálfsþekkingu og þroska. Ingunn er sönn birtingarmynd þess að vera fylgin sér því auk þess að hafa síðustu ár lokið tvöföldu framhaldsnámi í markþjálfun hefur hún einnig bætt við sig meistaranámi í fullorðinsfræðslu frá HÍ. Auk þess að kenna hjá okkur starfar hún við verkefnastjórn starfsþróunar hjá SÍMEY á Akureyri.
Alþjóða markaðsfræðingur - MBA - PCC-vottaður markþjálfi
Ingvar Jónsson er markaðs- og stjórnunarfræðingur, markþjálfi og rithöfundur. Hann hefur starfað við kennslu og fyrirlestrahald hér heima og erlendis síðustu 25 ár. Ingvar hefur skrifað nokkrar bækur um leiðtoga- og persónufærni síðustu ár – nú síðast bókina Sigraðu sjálfan þig – þriggja vikna áskorun fyrir venjulegt fólk sem vill meira.
Ingvar er frumkvöðull í eðli sínu, hefur í gegnum tíðina þróað fjölda viðskiptahugmynda með góðum árangri. Hann þekkir því á eigin skinni hvað það er að takast á við áskoranir, fara nýjar leiðir og verðmæti þess að fá svigrúm og tækifæri til að skoða hlutina frá öðru sjónarhorni og hvað þarf til að komast upp úr djúpum hjólförum vanans.
Ingvar hefur einnig starfað sem skemmtikraftur og tónlistamaður í tæp 30 ár sem endur-speglast í léttri og skemmtilegri framsetningu hans á því efni og þekkingu sem hann miðlar.
Jim Ridge is our brilliant artist in residence, bringing a unique visual dimension to our books and teaching materials, both in English and Icelandic. With his exceptional talent, Jim creates over 300 illustrations that transform complex concepts into engaging and accessible visuals. His work is integral to our educational approach, helping students connect with the material in a more profound way. Jim's illustrations are not just artistic; they are a powerful teaching tool that enhances understanding and retention, making the learning experience at Profectus truly exceptional. We are incredibly proud to have him as part of our team.
Matti Ósvald Stefánsson M.Th.- NLP Pr. er heilsuráðgjafi og markþjálfi. Hann hefur haldið mikinn fjölda fyrirlestra og námskeiða á undanförnum áratugum, þar sem hann miðlar reynslu sinni af þúsundum lífsstílsviðtala síðustu 25 ára.
Hann stundaði nám í International Professional School of Bodywork í USA frá 1988-1992 sem Massage Therapist og Holistic Health Practitioner með aukanámi frá Pacific School of Oriental Medicine. Hann hefur vottun frá The NLP Institute of Los Angeles og sem markþjálfi frá ICF.
Tegiliður og verkefnastjóri í Evrópu
Valdimar hefur víðtæka reynslu af fyrirtækjaráðgjöf með áherslu á stefnumótun, mannauðsstjórnun, þjálfun og kennslu.
Hann er með MS gráðu í stjórnun og stefnumótun frá viðskiptafræðibraut Háskóla Íslands og BA gráðu í félagsráðgjöf frá sama skóla. Þá hefur hann einnig lokið ICF vottuðu markþjálfunarnámi og er sérmenntaður í Áfalla og uppeldisfræðum Piu Mellody.
Hann lærði einnig markaðs- og útfluttningsfræði hjá Endurmenntun Háskóla Íslands og Auglýsingatækni hjá NTV.
Kennari í Markþjálfanámi Profectus og sérfræðingur í teymisjálfun.