Fórnarlambið Tímon og gerandinn Púmba
14.05.2018
Úr bókinni Sigraðu sjálfan þig
Allir þekkja engilinn sem stendur á annarri öxl okkar og púkann með gaffalinn á hinni. Indíánarnir tala um hvíta og svarta úlfinn og við þekkjum einnig söguna um doktor Jekyll og herra Hyde. Að sama skapi má segja að vinirnir geðþekku, Tímon og Púmba, séu enn ein birtingarmynd þessara gagnverkandi afla. Tímon er yfirleitt sjálfhverfur og skammsýnn en Púmba samviska og réttsýni holdi klædd.