Hvers virði er vottun í markþjálfun?
21.07.2021
Markþjálfun er ekki lögverndað fag. Það þýðir að hver sem er getur ákveðið að kalla sig markþjálfa og farið að starfa sem slíkur.
Áður fyrr, þegar markþjálfun var á barnsskónum, þá var lítil sem engin krafa um faglega menntun eða próf og bara reynslan látin duga. Nú er öldin önnur og löngu búið að stofna alþjóðleg samtök um markþjálfun, International Coaching Federation (ICF) sem hafa það að markmiði að efla fagmennsku og gæði markþjálfunnar hvar sem er í heiminum.