- Nám og Námskeið
- Alþjóðlega vottað Markþjálfanám
- Þjálfun og námskeið fyrir fyrirtæki
- Teymisþjálfun og markþjálfun
- Greiningar og Upplýsingar
- Þetta erum við
- Vefverslun
Karfan er tóm
GEGGIN mín og GEGGIN þín - Áramótahugleiðing ...
Að sjá ekki skóginn fyrir trjám er skemmtileg myndlíking sem á svo vel við í daginn í dag. Það er eitthvað við áramótin sem markar aðeins skarpari skil milli fortíðar og framtíðar en aðra daga.
Hér og nú, í tilefni dagsins, hvet ég þig til að eiga GEGGJAÐA ögurstund með þér. Klifra upp í hæsta tré hugans og líta með þakklæti yfir árið 2018 sem er pakka saman og gera sig klárt til að setjast á hillu minninganna, með öllum hinum árunum sem hafa komið og farið. Hvað var GEGGJAÐ við þetta ár – hvað skildi það eftir sig mörg GEGG?
Hér erum við aðeins að leika okkur að lýsingarorðinu GEGGJAÐ. Allar GEGGJAÐAR hugmyndir og draumar eiga skilið að fá að umbreytast í GEGG. Og það er eins með GEGGIN og eggin, þau eru full af lífi og orku og nærast á þrá þinni fyrir því sem þú vilt að verði þinn veruleiki.
Nú er þitt að ákveða að árið 2019 verði líka hlaðið GEGGUM. Að sjá til þess að nokkrir gamlir og einhverjir yngri draumar munu raungerast - umbreytast og verða að veruleika.
Okkur langar að deila með þér þeirri uppskrift sem hefur virkað best fyrir okkur. Hún er sáraeinföld og ótrúlega áhrifarík. Það sem hefur virkað best er að skrifa GEGGIN í bók. Verja góðum tíma í að skrifa niður allar ástæðurnar fyrir því af hverju okkur langar að ná þeim, hverju það muni breyta og hvaða jákvæðu afleiðingar það muni hafa, bæði fyrir okkur og fólkið okkar.
Að skrifa niður það sem þú vilt eru ekki bara sterk og skýr skilaboð frá þér til þín heldur einnig lýsir það upp leiðina sem framundan er. Það hálpar þér að fá og viðhalda skýrri framtíðarsýn, þ.e. hvert þú ert að fara, af hverju þú vilt fara þangað og hvernig þú munir komast alla leið.
Ég veit að þú munt alltaf uppskera eins og þú sáir og það sem þú nærir með athygli þinni mun vaxa og dafna.
Um leið og við óskum þér farsældar á komandi ári langar okkur líka að skora á þig að gera 2019 að árinu sem markaði tímamót í þínu lífi.