26.02.2020
Ingvar Jónsson er nú kominn frá Indlandi þar sem hann tók á móti viðurkenningu fyrir að vera í hópi 101 Global Coaching Leaders.
30.12.2019
Hver ertu og hvað viltu? eftir Ingvar Jónsson er einstæð bók sem hjálpar þér að finna hugrekki til að standa með sjálfri/um þér. Taktu stefnuna þangað sem þú vilt fara – hvað sem öðrum kann að finnast um það!
17.04.2019
Eftirspurn eftir markþjálfun er sífellt að aukast og þörfin fyrir vottaða markþjálfa hefur aldrei verið meiri. Þess vegna höfum við hjá Profectus ákveðið að bjóða upp á Markþjálfanámið okkar um land allt í haust, í Reykjavík, á Akureyri, á Egisltöðum og á Ísafirði. Einnig höfum við stofnað félag í Bretlandi og komum til með að opna útibú í London „Profectus Coaching House ltd.“ frá og með janúar 2020.
17.04.2019
Að vakna til lífs síns er að taka meðvitaða ábyrgð á eigin uppskeru. Kannski lesa litlu gulu hænuna aftur til að minna þig á það er enginn að fara að gera hlutina fyrir þig og að stundum þarf að setja hagsmuni annara örlítið til hliðar og sjálfan sig framar í röðina.
05.03.2019
Ein af frumþörfum okkar er þörfin fyrir vöxt, að fylla betur út í okkur sjálf. Það á líka við um fyrirtæki. Fyrirtæki sem sjá vaxtarmöguleika sína í því að gera meira af því sama eru yfirleitt fljót að rekast upp í glerþak stöðnunar.
17.01.2019
Það er staðreynd að þeir sem setja sér markmið eru og verða ekki hamingjusamari en þeir sem gera það ekki. Ástæðan er einföld. Yfirgnæfandi meirihluti þeirra sem setja sér markmið eru drifnir áfram af „FRÁ-hugsun“ í stað „TIL-hugsunar“. Markmið sem sett eru með „FRÁ-hugsun“ að leiðarljósi eru oftar en ekki sett fram í formi einhverskonar refsingar fyrir að vera á þeim stað eða í þeim sporum sem hann er í.
03.01.2019
Hér erum við aðeins að leika okkur að lýsingarorðinu GEGGJAÐ. Allar GEGGJAÐAR hugmyndir og draumar eiga skilið að fá að umbreytast í GEGG. Og það er eins með GEGGIN og eggin, þau eru full af lífi og orku og nærast á þrá þinni fyrir því sem þú vilt að verði þinn veruleiki.
24.07.2018
Profectus hefur um árabil boðið upp á ACSTH-vottað markþjálfanám. Nú er ætlun okkar að bjóða upp nám á næsta vottunarstigi fyrir ofan - ACTP.
12.02.2018
SAGE útgáfufyrirtækið keypti útgáfuréttinn af The Whole Brain Leader. Ingvar Jónsson (MBA), framkvæmdastjóri hjá Profectus og Sjoerd de Waal (MBA) skrifuðu og gáfu út bókina The Whole Brain Leader árið 2015.
06.11.2017
10 manna hópur útskrifaðist í feb 2017. Profectus hefur gert samning við Solutionsfinding í Suður Afríku og sér um þjálfun NBI-markþjálfa á heimsvísu. Fyrsti hópurinn hóf nám í SA í október 2015 og útskrifaðist í maí 2016. Fullbókað er á næsta námskeið í Suður Afríku í apríl 2019.