- Nám og Námskeið
- Alþjóðlega vottað Markþjálfanám
- Þjálfun og námskeið fyrir fyrirtæki
- Greiningar og Upplýsingar
- Þetta erum við
- Vefverslun
Karfan er tóm
SAGE útgáfufyrirtækið keypti útgáfuréttinn.
Ingvar Jónsson (MBA), framkvæmdastjóri hjá Profectus og Sjoerd de Waal (MBA)skrifuðu og gáfu út bókina The Whole Brain Leader árið 2015. Nú hefur SAGE útgáfu- fyrirtækið keypt útgáfuréttinn á heimsvísu og gefa bókina út í Indlandi í apríl 2018. Síðar á árinu verður bókin gefin út í Bandaríkjunum og á Bretlandi.
Í bókinni er fjallað um þroskaferli leiðtogans, hvernig hægt er að verða betri leiðtogi með því að tileinka sér bæði aðferðafræði markþjálfunar og heildarhugsun og hlúa þannig betur að þeim hæfileikum sem búa í hverjum og einum. Hún er 192 bls. og er rituð á ensku. Bókin er notuð sem kennslubók á námskeiðinu Stjórnandinn sem markþjálfi sem er í boði hjá Profectus.