Viltu gera gott betur?

Hrósaðu þér – þú átt það skilið!

Fórnarlambið er ekki mikið fyrir hrós. Það er Akkilesarhæll þess eða kryptonít, svo notuð sé nútímalegri líking. Besta leiðin til að draga úr áhrifamætti fórnarlambsins er að hrósa þér fyrir það sem þú gerir og sérstaklega fyrir það sem þú gerir vel. Klappaðu þér á öxlina fyrir öll þau verkefni sem þú leysir af hendi.

Geggin mín og geggin þín - Áramótahugleiðing

Hér erum við aðeins að leika okkur að lýsingarorðinu GEGGJAÐ. Allar GEGGJAÐAR hugmyndir og draumar eiga skilið að fá að umbreytast í GEGG. Og það er eins með GEGGIN og eggin, þau eru full af lífi og orku og nærast á þrá þinni fyrir því sem þú vilt að verði þinn veruleiki.

Að standa við litlu loforðin gagnvart sjálfum sér

Hefurðu einhvern tímann svikið litlu loforðin sem þú hefur gefið sjálfum/sjálfri þér? Hefurðu ætlað að gera eitthvað sem þú veist að muni skila þér árangri en slegið því síðan á frest eða talið þér trú um að það sé hugsanlega ekki rétta leiðin, eða hvorki staðurinn né stundin? Eða þá bara verið að drepast úr leti?

Egóið – ekki láta það standa í vegi fyrir þér

Egóið er það sem skilur þig frá öllu og öllum öðrum, gefur þér með öðrum orðum sérstöðu. Egóið er samansafn alls þess sem þú hefur upplifað og hefur mótað þig á lífsleiðinni. Þar af leiðandi er það einnig samsafn alls sem þú trúir staðfastlega að sé rétt eða rangt, mikilvægt eða léttvægt og gott eða slæmt. Egóið endurspeglar í huga okkar fyrir hvað við stöndum – hversu verðug eða óverðug við teljum okkur vera.

Fórnarlambið Tímon og gerandinn Púmba

Úr bókinni Sigraðu sjálfan þig Allir þekkja engilinn sem stendur á annarri öxl okkar og púkann með gaffalinn á hinni. Indíánarnir tala um hvíta og svarta úlfinn og við þekkjum einnig söguna um doktor Jekyll og herra Hyde. Að sama skapi má segja að vinirnir geðþekku, Tímon og Púmba, séu enn ein birtingarmynd þessara gagnverkandi afla. Tímon er yfirleitt sjálfhverfur og skammsýnn en Púmba samviska og réttsýni holdi klædd.