- Nám og Námskeið
- Alþjóðlega vottað Markþjálfanám
- Þjálfun og námskeið fyrir fyrirtæki
- Greiningar og Upplýsingar
- Þetta erum við
- Vefverslun
Karfan er tóm
Þessi Pakki er frábært verkfæri til að læra að skilja sjálfan sig og tilfinningar sínar ennþá betur.
Það er eins með tilfinningar og veðurfarið. Þær eru tímabundnar og breytilegt ástand sem kemur og fer. Það er hins vegar mjög mismunandi hvernig við bregðumst við þeim og hvernig þær birtast í hegðun okkar. Þar er það tilfinningalegur skýrleiki og tilfinningalæsi, geta okkar til að lesa í eigin líðan, í aðalhlutverki.
Til þess að geta brugðist við tilfinningum okkar verðum við fyrst að skilja hverjar þeirra bærast um í okkur, átta okkur á styrkleika þeirra og hvaða áreiti, innra með okkur sjálfum eða í umhverfinu, kveikti á þeim. Í þessari sjálfsvinnu þinni er mun mikilvægara fyrir þig að læra að þekkja þær og bregðast við þeim en að vita hvað tilfinningar eru eða skilja eðli þeirra.
Eina leiðin til að ná betri tilfinningalegum skýrleika er að æfa sig. Þegar þú æfir þig muntu smám saman skynja að tilfinningarnar eiga sér sínar rætur. Manni líður ekki vel eða illa af engu. Með æfingunni ferðu að tengja betur saman líðan þína og hvað það er sem kveikir á tilfinningum. Þú ferð að átta þig á orsakasamhengi tilfinninga og geðslags og greina á milli í ólíkum aðstæðum hvort það er eitthvað í umhverfinu sem hefur jákvæð eða neikvæð áhrif á þig, hvort það er fólkið sem þú umgengst sem hefur áhrif á hvernig þér líður eða hvort líðan þín tengist þínum innri samskiptum.