- Nám og Námskeið
- Alþjóðlega vottað Markþjálfanám
- Þjálfun og námskeið fyrir fyrirtæki
- Greiningar og Upplýsingar
- Þetta erum við
- Vefverslun
Karfan er tóm
Þetta er áhrifaríkt verkfæri, bæði þegar kemur að því að minna okkur á hvaða styrkleika við búum yfir og einnig til þess að ákveða hvaða styrkleika við viljum skerpa á hjá okkur.
Í kassanum eru 90 styrkleikaspjöld. Þar er að finna Persónulega styrkleika, þá sem tengjast persónuleika okkar og þeirri sérstöðu sem endurspeglast í honum og sýna umheiminum hver við erum. Það eru styrkleikarnir eins og þegar metnaður skín af verkum okkar, bjartsýni birtist í orðum okkar og þegar trúverðugleikinn gengur nánast skrefi á undan okkur hvert sem við komum. Eins er heiðarleiki í samskiptum og umhyggja fyrir öðrum ásamt þrautseigjunni hjá þeim sem gefast ekki upp.
Einnig eru þar margir Áunnir styrkleikar, þeir styrkleikar sem við höfum lært og tileinkað okkur á leið okkar í gegnum lífsreynslu og af virðingu við gildismat okkar. Allir áunnir styrkleikar geta reynst okkur ótrúlega mikilvægir. Þetta eru styrkleikar sem oft leggja grunnin af því hvernig sýnum umheiminum fyrir hvað við stöndum með verkum okkar – því sem okkur ferst vel úr hendi. Það eru ótrúlega mörg tækifæri í boði til að ná þér í þessa tegund af styrkleikum. Eina sem þú þarft að gera er að hafa augun opin fyrir þeim og hafa frumkvæði af því að koma þér í þær aðstæður.
Ómissandi verkfæri handa þeim sem vilja vinna markvisst að því gera gott betur!