- Nám og Námskeið
- Alþjóðlega vottað Markþjálfanám
- Þjálfun og námskeið fyrir fyrirtæki
- Greiningar og Upplýsingar
- Þetta erum við
- Vefverslun
Karfan er tóm
Pakkinn með Gildaspjöldunum er verkfæri sem bæði markþjálfar og aðrir sem vinna með fólki nota og nýta til góðra verka.
Þegar ósamræmi er á milli gildi manns og hegðunar eða þegar teknar eru ákvarðanir sem stangast á við gildi manns er lagt inn á vafasama braut. Það má vel vera að þú sért ennþá innan ramma laga og viðmiða samfélagsins en hér ertu farin(n) að brjóta eigin lög og reglur. Réttlætis- kennd þín verður svolítið rangeygð og samviskan tekur að glefsa í þig.
Margir sem hafa unnið gildavinnu hafa haft það á orði að þegar þeir sáu gildin sín á blaði í fyrsta skipti hafi þeir upplifað létti. Þeir fundu hjá sér innri ró og staðfestingu á því að þeir væru á réttri leið. Aðrir upplifðu hið gagnstæða en létti engu að síður því loksins höfðu þeir fundið skýringuna á innri togstreitu sem hafði plagað þá lengi oft án þess að þeir fyndu ástæðuna.