- Nám og Námskeið
- Alþjóðlega vottað Markþjálfanám
- Þjálfun og námskeið fyrir fyrirtæki
- Greiningar og Upplýsingar
- Þetta erum við
- Vefverslun
Karfan er tóm
Kraftmiklar spurningar eru grunnur að kraftmiklu svari. Þær eflast við gagnrýna hugsun. Hugrekkið fæðist þegar þú berð upp spurningar sem þú hefur hingað til ekki þorað að leita svara við þótt þær séu það sem þú þráir að fá vitneskju um.
Pakkinn með Kraftmiklum spurningum er verkfæri sem bæði markþjálfar og aðrir sem vinna með fólki nota og nýta til góðra verka. Kraftmiklar spurningar eru grunnur að kraftmiklu svari. Þær eflast við gagnrýna hugsun. Hugrekkið fæðist þegar þú berð upp spurningar sem þú hefur hingað til ekki þorað að leita svara við þótt þær séu það sem þú þráir að fá vitneskju um.
Þetta á sér stað þegar þú spyrð þig spurninga sem krefjast þess að þú horfist í augu við staðreyndir og leyfir ekki tilfinningum þínum að byrgja þér sýn. „Hvernig get ég gert þetta betur?“ er fín spurning. En hvernig væri að bæta aðeins í hana með því að spyrja frekar: „Hvernig gæti ég gert þetta með þeim hætti að ég kæmi sjálfri/sjálfum mér verulega á óvart og hefði samtímis gaman að því ?“ Sérðu muninn?
Þegar þú upplifir að þú sért í þoku með hvar þú stendur eða hvað þú átt að gera þá er þetta kassi sem gott er að grípa í.