Til baka
Upp og áfram - Staðfestingargjald
Upp og áfram - Staðfestingargjald

Upp og áfram - Staðfestingargjald

Vörunúmer 600501
Verð með VSK
28.900 kr.

Vörulýsing

Ef þú vilt hámarka möguleika þína á að verða verulega góður markþjálfi þá er þetta 11 mánaða mentor og lærdómsferli það sem þú ert að leita að. Það skiptir engu hvar nemendur lærðu ICF-vottað grunnnám í markþjálfun—það eru allir velkomnir á þetta gramhaldsnámskeið sem mun styðja við þig og áframhaldandi vöxt þinn í tæpt ár.

UPP & ÁFRAM er tíu mánaða mentor og lærdómsferðalag þar sem þú munt í hverjum mánuði vinna að því að halda eldmóði þínum fyrir þér í hlutverki markþjálfa lifandi. Í hverjum mánuði muntu markvisst dýpka þekkingu þína og styrkja færni þína.

Hlutverk okkar sem markþjálfa er að hvetja fólk áfram og aðstoða það við að finna innra með sér stefnufestu, skuldbindast verkefnum sínum og yfirstíga þær áskoranir sem standa í vegi. Það sama gildir um okkur sjálf í hlutverki markþjálfa. Við vitum betur en flestir að árangur er ekki spretthlaup, heldur langhlaup sem krefst staðfestu og skuldbindingar.

Þetta námskeið er hannað til að styðja þig við að ná þeim árangri sem þú stefndir að við námslok. Þetta er tíu mánaða hetjuför þar sem þú munt viðhalda eldmóði þínum, dýpka þekkingu þína og eflast jafnt og þétt sem markþjáfli. Þetta er stuðningurinn sem nemendur hafa lengi beðið eftir þar sem þeri skuldbinda sig við langtímaverkefni, að fara upp og áfram, ljúka við vottun og komast þangað sem þeir ætla sér og verða þeir markþjálfar sem þeir ætlar sér að verða.

Helstu upplýsingar:

  • Verð: 289.000 kr.
  • Tímabil: 11 mánuðir
  • Hefst: 15. janúar 2025
  • Lýkur: 15. nóvember 2025
  • Lengd í klst: 80 klst.
  • ICF-vottaðar CCU*-einingar: 72
* CCU-einingar hjá ICF standa fyrir Continuing Coach Education Units og eru notaðar til að halda vottun markþjálfa uppfærðri og virki. Þegar markþjálfi hefur fengið ACC, PCC eða MCC vottun frá ICF þarf hann að safna 40 CCU-einingum til að viðhalda vottuninni á þriggja ára fresti. CCU-einingar eru veittar fyrir þátttöku í menntun sem tengist faglegri þróun markþjálfa eins og þessu.

Smelltu á myndina til að sækja PDF-bækling með upplýsingum um námið.