- Nám og Námskeið
- Alþjóðlega vottað Markþjálfanám
- Þjálfun og námskeið fyrir fyrirtæki
- Teymisþjálfun og markþjálfun
- Greiningar og Upplýsingar
- Þetta erum við
- Vefverslun
Karfan er tóm
SIGRAÐU SJÁLFAN ÞIG – AFTUR OG AFTUR! er verulega endurbætt útgáfa af Sigraðu sjálfan þig sem kom út 2018 og hefur verið uppseld síðan 2019. Þetta er einstök bók sem getur liðsinnt öllum þeim sem hafa hug á að brjótast úr fari vanans, stefna hærra og sækja lengra – hvort heldur er í starfi eða einkalífi. Bókin er byggð á hugmyndafræði markþjálfunar og unnið er markvisst með fjölmörg verkfæri sem auðvelda lesandanum að ná markmiðum sínum og sigra sjálfan sig.
Leiðtoginn – Valdeflandi forysta er skemmtileg, ögrandi og nýstárleg bók um leiðtogafærni. Hún tekur lesandann með í persónulega og krefjandi vegferð þar sem hann öðlast djúpan sjálfsskilning. Á tímum hraða og örra breytinga er tilfinningagreind (EQ) leiðtoganum mun mikilvægari en vitsmunagreind (IQ) þar sem árangur hans endurspeglast ekki í því sem hann gerir – heldur öðru fremur í því hver hann er. Þetta er einnig bók sem kallar á aðgerðir og geymir fjölda verkfæra sem auðvelt er að innleiða samhliða lestrinum.
Um höfundinn
Ingvar Jónsson er stjórnunar- og markaðsfræðingur og PCC-fagþjálfi sem hefur leiðbeint stjórnendum hér heima og víða erlendis í á annan áratug til að efla færni þeirra í starfi. Ingvar hefur hlotið fjölda alþjóðlegra viðurkenninga fyrir störf sín og framlag til mannauðsmála. Áður hafa komið út eftir hann ýmsar bækur til persónulegrar og faglegrar stefnumótunar hjá innlendum og erlendum forlögum.