- Nám og Námskeið
- Alþjóðlega vottað Markþjálfanám
- Þjálfun og námskeið fyrir fyrirtæki
- Greiningar og Upplýsingar
- Þetta erum við
- Vefverslun
Karfan er tóm
Eftir að þú tekur NBI-huggreiningu færðu senda átta blaðsíðna skýslu með þínu hugsniði.
Hugsnið þitt gefur þér vísbendingar um:
Hvernig við hugsum, bregðumst við, tökum ákvarðanir, eigum samskipti, veljum okkur störf, stjórnum fólki og ölum upp börnin okkar – það veltur allt á því hvernig við hugsum. Kostirnir sem fylgja því að skilja sitt eigið hugsnið eru meðal annars að við myndum betri tengsl, erum virkari þátttakendur í teymisvinnu og tökum skynsamlegar og réttar ákvarðanir. Að taka betri ákvarðanir um vinnu og starfsferil eða velja rétta fagið eða námsleiðina getur með tímanum leitt til uppbyggilegra og meira gefandi einkalífs og ánægju í starfi.
Til að skilja hugsnið okkar þurfum við að nota vottað og vel rannsakað mælitæki. Við höfum valið að bjóða upp á Neethling-hugmælitækið („Neethling Brain Instrument“), NBI™, sem grunn áreiðanlegra upplýsinga um hughneigðir og skilgreiningu á heildarhugsun.
Kostirnir sem fylgja því að skilja þitt eigið hugsnið eru bæði fjölbreyttir og verðmætir. Meðal annars hjálpar sú innsýn í huga þinn þér að mynda betri tengsl, að vera virkari þátttakandi í teymisvinnu og við að aka skynsamlegri og betri ákvarðanir.
Þó að „hughneigðir“ okkar geti stundum verið gagnlegar við ákveðnar aðstæður geta þær einnig dregið úr getu okkar til að starfa vel og markvisst. Til að við getum orðið skilvirkari – bæði persónulega og í atvinnulífinu – þurfum við að skilja hughneigðir okkar betur.
Gerð hafa verið hugsnið af yfir 2.000.000 einstaklingum á ýmsum aldri frá mörgum löndum með NBI™.