- Nám og Námskeið
- Alþjóðlega vottað Markþjálfanám
- Þjálfun og námskeið fyrir fyrirtæki
- Greiningar og Upplýsingar
- Þetta erum við
- Vefverslun
Karfan er tóm
Undanfarin ár hafa hugtökin tilfinningar, samkennd og greind sífellt orðið fyrirferðameiri þegar horft er til stjórnunar og forystu. Mikið hefur verið fjallað um tilfinningagreind í tengslum við áhrifaríka stjórnun og hefur hún verið talin eitt megin ein kenni góðra leiðtoga.
Talað er um að lykilpersónueinkenni leiðtoga séu metnaður, greind og hvöt til að leiða fólk áfram við að ná ákveðnum mark miðum. Slíkir leiðtogar draga skynsamar ályktanir, eru fljótir að læra, skapa skýra sýn og þróa aðferðir til að framkvæma hana.
Hvað þýðir það að búa yfir tilfinningagreind?
Tilfinningagreind er gjarnan skipt upp í fjóra flokka: í fyrsta lagi sjálfsvitund eða tilfinninga lega vitund, sem felst í góðu sjálfs mati og sjálfstrausti; í öðru lagi sjálfsstjórn, þar sem átt er við gagnsæi, aðlögunarhæfni, marksækni, frumkvæði og bjartsýni leiðtogans; í þriðja lagi félagsvitund sem er samkennd, fyrirtækjavitund og þjónusta; og í fjórða lagi tengslastjórnun. Sá sem býr yfir góðri tengslastjórnun veitir innblástur, hefur áhrif á aðra, hjálpar öðrum að ná árangri, býr yfir getu og aðlögunarhæfni til að takast á við breytingar, deilir ábyrgð og leggur áherslu á hópavinnu og samstarf.
Leiðtogi sem býr yfir góðri tilfinningagreind er mun líklegri til að ná betri árangri í starfi en mikilvægt er að jafnvægi ríki milli allra þátta til að gæta samræmis í forystuhlutverkinu.
Hvað áhrif hefur leiðtogi sem býr yfir tilfinningagreind á aðra?
Leiðtogi sem býr yfir tilfinningagreind leiðbeinir fólki á þann hátt að það öðlast dýpri skilning á starfi sínu og stefnu. Þannig stuðlar hann að sveigjanleika og að starfsfólk öðlist svigrúm til að nota eigin dómgreind til að finna bestu leiðina til að ljúka við verkið. Ungt fólk, sem er nú orðinn stór partur af vinnumarkaðinum, gerir mun meiri kröfur um leiðtoga sem býr yfir tilfinningagreind en þeir sem eldri eru. Þessi hópur er ekki tilbúinn til að sætta sig við hvað sem er og þau geta verið fljót að leita á önnur mið ef þeim líkar ekki við stjórnunarhætti leiðtogans.
Að stjórna og leiða lýtur að miklu leyti að tilfinningum og felst árangur leiðtogans í því hversu vel honum gengur að fá annað fólk til þess að ná góðum árangri. Samskipti skipa stóran sess í því hlutverki og þess vegna er tilfinningagreind mikilvægur þáttur í starfi þeirra. Það er erfitt fyrir stjórnendur og leiðtoga að ná markmiðum heildarinnar og mynda liðsheild ef samskiptin eru ekki árangursrík. Góð samskipti stjórnanda og starfsfólks hefur því áhrif á afköst starfsmanna og starfsánægju þeirra.
Að vera bjartsýnn er hverjum leiðtoga jafn mikilvægt og að geta reiknað út flóknar formúlur og skipulagt ferla. Það að vera bjartsýnn tengist því að vita hvað kveikir í fólki og hvetja það til að gera sitt allra besta. Bjartsýni getur hjálpað til við að auka framleiðni, styrkja menninguna í og leysa ágreiningsmál. Leiðtogi sem er bjartsýnn veitir öðrum von og vísar því veginn til bættrar frammistöðu.
Getur markþjálfun haft áhrif á störf leiðtogans?
Markþjálfun getur verið öflugt verkfæri fyrir leiðtoga þar sem sterk tengsl eru á milli markþjálfunar og tilfinningagreindar. Í markþjálfun er áhersla lögð á að efla sjálfsvitund einstaklinga og þar með sjálfstraust, samskiptahæfni, einbeitingu og ákveðni. Á þann hátt eykst skilningur þeirra á eigin tilfinningum, samskipta hegðun og hvaða áhrif hún hefur á aðra. Markþjálfun getur því haft jákvæð áhrif á árangur fyrirtækis sem og persónulegan þroska starfsmanna.
Kolbrún Magnúsdóttir er leiðtogamarkþjálfi og félagskona í FKA.
Þessi grein var birt fyrst í Viðskiptablaðinu, 14. janúar 2021