- Nám og Námskeið
- Alþjóðlega vottað Markþjálfanám
- Þjálfun og námskeið fyrir fyrirtæki
- Teymisþjálfun og markþjálfun
- Greiningar og Upplýsingar
- Þetta erum við
- Vefverslun
Karfan er tóm
UMFANGSMEIRI, TÍÐARI OG HRAÐARI BREYTINGAR EN NOKKRU SINNI
Stjórnendur þurfa að takast á við nýjan veruleika og tíðari og umfangsmeiri breytingar en nokkru sinni fyrr – og marga þeirra skortir nauðsynleg tól og tæki til að bregðast rétt við. Verkferlar, verklag, samrunar, samskipti og sjálfvirkni hafa og munu breytast verulega samkvæmt úttekt ráðgjafafyrirtækisins McKinsey og á slíkum tímum er nauðsynlegt að fylgjast með.
Margir af færustu sérfræðingum heims á sviðum stjórnunar, breytingarstjórnunar og leiðtogahæfni koma fram á alþjóðlegri námsstefnu í Bæjarbíói í Hafnarfirði í tilefni af 10 ára afmæli Profectus, en þar munu þeir deila hugmyndum sínum og reynslu sem geta umbreytt hugsun, viðhorfi og færni íslenskra stjórnenda til að finna skilvirkar lausnir á því eina sem hægt er að ganga út frá sem vísu; að breytingar verða stærri, tíðari og hraðari en nokkru sinni fyrr.
Námsstefnan fer fram í Bæjarbíói 29. nóvember nk og er hægt að tryggja sér miða á hana tix.is og einnig er hægt að sjá nánari upplýsingar inni á namsstefna.profectus.is í upplýsingabæklingi sem má finna hér.