- Nám og Námskeið
- Alþjóðlega vottað Markþjálfanám
- Þjálfun og námskeið fyrir fyrirtæki
- Greiningar og Upplýsingar
- Þetta erum við
- Vefverslun
Karfan er tóm
Kolbrún er reyndur markþjálfi og mannauðsstjóri og er með MS gráðu í mannauðsstjórnun frá HÍ. Það eru ekki margir sem hafa eins mikinn metnað í að efla þekkingu og færni einstaklinga í bæði lífi og starfi því hún hefur sannanlega einlægan og brennandi áhuga á að sjá fólk vaxa og nýjar hugmyndir kvikna.
Hún hefur langa og víðtæka reynslu af fræðslu- og mannauðsmálum og hefur þróað og haldið fjölda námskeiða fyrir breiðan hóp, bæði fyrir kennslustofu og hinn stafræna heim. Kolbrún hefur leitt innleiðingu stafrænna fræðslukerfa og veitt stjórnendum ráðgjöf í mannauðstengdum verkefnum með það að markmiði að efla „mannauðsstjórann“ í hverjum stjórnanda. Einnig hefur hún síðustu ár haldið fjölmarga fyrirlestra og skrifað greinar og pistla um persónulegan og faglegan vöxt.
Markþjálfun, fræðsla og HR ráðgjöf eru hennar kjarnastyrkleikar og er hún alltaf tilbúin að takast á við nýjar áskoranir. Við hjá Profectus fögnum því að fá hana til liðs með okkur og erum spennt að hefja þessa vegferð með henni að fullum krafti. Saman munum við gera gott – örlítið betur!