- Nám og Námskeið
- Alþjóðlega vottað Markþjálfanám
- Þjálfun og námskeið fyrir fyrirtæki
- Greiningar og Upplýsingar
- Þetta erum við
- Vefverslun
Karfan er tóm
Hver ertu og hvað viltu? eftir Ingvar Jónsson er einstæð bók sem hjálpar þér að finna hugrekki til að standa með sjálfri/um þér. Taktu stefnuna þangað sem þú vilt fara – hvað sem öðrum kann að finnast um það!
Bókin er spennandi þroskaferðalag þar sem þú öðlast dýpri skilning á því hver þú ert og hvaða orsakir liggja þar að baki. Þá er hér að finna leiðbeiningar um hvernig hægt er að skilja eftir eða skila huglægum farangri sem aðrir pökkuðu fyrir þig og þú hefur ekkert við að gera lengur. Allt er útskýrt á mannamáli og hið flókna er gert einfalt.
Allir eiga möguleika á að breyta um stefnu í lífinu og ef þú ert tilbúin/n að eiga við þig einlægt og heiðarlegt samtal um hvað þú vilt í raun er fátt sem stendur í vegi fyrir þér.