- Nám og Námskeið
- Alþjóðlega vottað Markþjálfanám
- Þjálfun og námskeið fyrir fyrirtæki
- Greiningar og Upplýsingar
- Þetta erum við
- Vefverslun
Karfan er tóm
Eftirspurn eftir markþjálfun er sífellt að aukast og þörfin fyrir vottaða markþjálfa hefur aldrei verið meiri. Þess vegna höfum við hjá Profectus ákveðið að bjóða upp á Markþjálfanámið okkar um land allt í haust, í Reykjavík, á Akureyri, á Egisltöðum og á Ísafirði. Einnig höfum við stofnað félag í Bretlandi og komum til með að opna útibú í London „Profectus Coaching House ltd.“ frá og með janúar 2020.
Síðustu 5 ár höfum við hjá Profectus útskrifað á annað hundrað markþjálfa hér á Íslandi, í Suður Afríku og á Írlandi. Auk þess hafa stjórnendur margra fyrirtækja bæði hérlendis og erlendis tekið leiðtoganámskeið Profectus „Leiðtoginn sem markþjálfi“ (e. Leader as a Coach) sem byggir að miklu leiti á lykilþáttum markþjálfunar. Það námskeið byggir alfarið á bókinni „The Whole Brain Leader“ sem Profectus gaf út 2015 og vinnubókinni "Coaching - Bringing out the best" eftir PCC-markþjálfann Ingvar Jónsson.
Allt náms- og kennsluefni sem við notum í náminu hefur verið þróað og skrifað af okkur síðustu sex ár. Við höfum alltaf lagt metnað í að viðhalda og þróa námið og námsefnið hjá okkur þannig að við séum í fremstu röð með að miðla og kenna það nýjasta sem er að gerast í markþjálfaheiminum í dag.