- Nám og Námskeið
- Alþjóðlega vottað Markþjálfanám
- Þjálfun og námskeið fyrir fyrirtæki
- Greiningar og Upplýsingar
- Þetta erum við
- Vefverslun
Karfan er tóm
Flest okkar fáum við margar hugmyndir á dag, hvort sem það snýr að því að leysa verkefni, vandamál eða jafnvel hugmynd af einhverju nýju og spennandi tækifæri. Fæst okkar taka þó þessar hugmyndir og láta þær verða að veruleika, heldur höldum við áfram að gera eins og við erum vön án þess að veita því mikla athygli.
Það er ekki nóg að hafa frábæra hugmynd heldur er það lykillinn að koma henni í framkvæmd sem er oft talið erfiðasta skrefið. Má því segja að hugmyndir séu til einskis nýttar ef þeim er ekki hrint í framkvæmd. Það jákvæða í stöðunni er að allir geta þróað með sér færnina til að framkvæma hugmyndir sínar og láta þær verða að veruleika. Mikilvægt að vera meðvitaður um hvert þú beinir kröftum þínum svo þú lendir ekki í “viðbragðsferli” þar sem þú ert sífellt að bregðast við, þú vilt frekar leggja áherslu á að hafa frumkvæði og stýra ferðinni. Sjálfsvitundinn skiptir miklu máli en þar eru allir okkar vanar hvort sem þeir eru góðir eða slæmir. Sjálfsvitundinn er eins og hver annar vöðvi sem þarf að æfa og virkja á meðvitaðan hátt.
Skipulag er lykilatriði þegar kemur að því að koma hugmynd í framkvæmd og er það skipulagið sem veitir þér samkeppnisforskot.
Það er ekki vænlegt til árangurs að sitja á hugmyndinni í einrúmi. Að virkja með þér fólk sem vegur upp á móti þínum styrkleikum er mikilvægt, komdu þér upp góðu tengslaneti og deildu hugmyndinni þinni. Þannig eykur þú líkurnar á því að hugmyndinn öðlist drifkraft og verði að verukeika.
Endanleg gæði og umfang afurðar endurspeglast í hæfni okkar í forystuhlutverkinu. Þrátt fyrir mikilvægi skipulags og hlutverk samfélagsins veltur árangurinn á því hversu vel þér tekst að leiða verkefnið.
Ekkert er jafn líklegt til að drepa nýja hugmynd og okkar eigin takmarkanir, þær eru mun öflugri en þær ytri. Okkar eigin vani getur hæglega komið í veg fyrir að við náum góðum árangri, það er okkur ekki eðlislægt að streitast gegn okkar eigin eðli. því er mikilvægt að hafa sjálfsaga, aðlögunarhæfni, marksækni, hæfnina til að sýna frumkvæði og bjartsýni til að komast áfram með hugmyndina. Þá skiptir máli að búa yfir þrautseigju, hafa seiglu og úthald sem og aga og sjálfsstjórn til að halda áfram þó svo það virðist ekkert ganga.
Framvinda aðgerðaskrefa getur færst úr stað á hraða snigilsins sem gerir það að verkum að við verðum óþolinmóð, sjáum ekki árangurinn strax og hugmyndin um að gefast upp og hætta læðist aftan að okkur. En það eru einmitt litlu skrefin sem vega þyngst, sýndu því þolinmæði, árangurinn gæti verið hinu megin við hornið.
Markþjálfun vinnur með þér að finna réttu svörin, koma augum á nýja möguleika, móta leiðina og ná auknum árangri í lífi þínu og starfi með markvissri samtalstækni, hvatningu og stuðning. Í raun má segja að markþjálfi sé eins og einkaþjálfarinn sem þú hittir í ræktinni nema í markþjálfun þá vinum við með aðra vöðvahópa.
Kolbrún Magnúsdóttir
Markþjálfi og félagi í FKA