- Nám og Námskeið
- Alþjóðlega vottað Markþjálfanám
- Þjálfun og námskeið fyrir fyrirtæki
- Greiningar og Upplýsingar
- Þetta erum við
- Vefverslun
Karfan er tóm
Hér skulum við skilgreina árangur sem færni okkar til að setja og ná persónulegum og faglegum markmiðum okkar, hver sem þau kunna að vera. Þetta hljómar einfalt, en er það ekki.
Við stefnum hvert í sína átt og eltumst við ólík markmið. Skilgreining okkar á árangri og velgengni tekur eðlilega á sig nýja mynd eftir því sem við eldumst og þroskumst og innistæða okkar í reynslubankanum eykst. En grunnmarkmiðið, sem flest okkar eru væntanlega sammála um, er að þegar við náum árangri viljum við að það sé á okkar eigin forsendum, samkvæmt okkar eigin skilgreiningum sem eiga við þær aðstæður sem við finnum okkur í hverju sinni. Þetta er gríðarlega mikilvægt – ekki bara að skilja – heldur til að bera sanna virðingu fyrir í stóra samhenginu.
Árangur í þínum augum er litaður af þeim aðstæðum sem þú býrð við og þeirri vegferð sem þú ert á. Sú skilgreining sem þú gefur árangri hefur oft ekkert að gera með skilgreiningu annarra, sem eru líklega að vinna að sama faglega markmiði og þú en eru mögulega á allt annarri leið þegar kemur að flestum öðrum þáttum í lífi þeirra. Þarna getur skilið á milli þeirra sem hafa ríka tilfinningagreind og þeirra sem hafa takmarkaða tilfinningagreind.
Þeir sem hafa ríka tilfinningagreind skilja og skynja áhrifamátt tilfinninga í þeim aðstæðum sem þeir eru í hverju sinni, bæði sínum eigin og tilfinningum annarra. Þeir hafa stjórn á viðbrögðum sínum þó að innra með þeim ólgi ósætti vegna þess að aðrir sjái ekki hlutina eða lausnina með sömu augum og þeir. Þeir búa einnig yfir hæfileikum til að sameina ólík sjónarmið, með heildarmyndina og sameiginlegan árangur heildarinnar að leiðarljósi. Þeir búa yfir rökfestu, án þess að hunsa rök annarra, og tjá sig með þeim hætti að það valdi hvorki tortryggni eða misskilningi og án þess að aðrir líði fyrir eða svíði undan orðum þeirra.
Ef þú vilt fá nákvæma greiningu á tilfinningagreind þinni getur þú tekið hjá okkur EQi-2.0 greiningu þar sem mæld er raunfærni þín á 5 lykilsviðum auk 15 undirkvarða til að hámarka verðmæti og notagildi niðurstaðna.