- Nám og Námskeið
- Alþjóðlega vottað Markþjálfanám
- Þjálfun og námskeið fyrir fyrirtæki
- Greiningar og Upplýsingar
- Þetta erum við
- Vefverslun
Karfan er tóm
Valdeflandi forysta er aðgerðamiðað og umbreytandi leiðtogaþjálfun þar sem þátttakendur sryrkja bæði leiðtogafærni, tilfinningagreind og öðlast djúpan skilning hinu mannlega, sem er skv. rannsóknum mikilvægasta færni leiðtoga framtíðarinnar. Auk þess fá þeir í náminu fjölda verkfæra, hugmynda og núja færni sem þeir geta nýtt strax. Námið spannar 5-6 mánuði og lögð er rík áherslu að þáttakendur innleiði — á meðan náminu stendur — þá þekkingu og færni sem þeir öðlast hverju sinni.
Námið samanstendur af þremur heilum og tveimur hálfum starfsdögum. Á milli þeirra fá nemendur heimavinnu sem samanstendur af kennslumyndböndum, sjálfsvinnu, lestri ásamt einstaka hóp- og einstaklings verkefnum . Viðvera með kennara er 35 klst. og auk þess er áætlað vinnuframlag hvers þátttakenda sé u.þ.b. 1.5 klst. á viku á meðan náminu stendur.
LENGD: Námið er 61 klst. sem skipt er í 5 hluta sem dreifast á u.þ.b. 20-25 vikur. (ræðst af aðstæðum, árstíma og vinnuálagi)
VERÐ: Fer eftir fjölda þátttakenda*
STYRKHÆFT: Mörg fyrirtæki geta sótt um styrki fyrir þjálfun starfsmanna.
INNIFALIÐ í námsgjöldum eru öll námsgögn, veitingar og ýmis önnur þjónusta.
Bæklingur með ítarlegri lýsingu á efnistökum
Námið er fyrir alla sem formleg eða óformleg mannaforráð eða bera með beinum eða óbeinum hætti ábyrgð á verkum, samskiptum, árangri eða þróun og vexti annarra. Mikil áhersla er lögð á að efla sjálfsþekkingar- og samskiptafærni. Námið er einnig frábær undirbúningur fyrir þau sem eru í forsvari fyrir hópa eða teymi og öll þau sem hafa í framtíðinni áhuga á eða stefna að undirbúningi neðangreindra starfssviða:
Milliststjórnendur | Framkvæmdastjóra | Mannauðsstjóra | Verkstjóra |
Verkstjóra | Verslunarstjóra | Þjónustustjóra | Forstjóra |
Deildarstjóra | Frumkvöðla | Verkefnastjóra | Vaktstjóra |
Hópstjóra | Teymisstjóra | Viðskiptastjóra | Gæðastjóra |
Framleiðslustjóra | Þjálfara | Viðburðastjóra | Markaðsstjóra |
SJÁLFSÞEKKING, RAUNSTAÐA OG PERSÓNULEGUR ÞROSKI
• Þú lærir að þekkja styrkleika þína sem leiðtogi
• Þú tekur persónulegt frammistöðumat
• Þú lærir muninn á láréttri og lóðréttri forystuþróun
• Þú lærir að þekkja, skilgreina og hvernig þú lifðir skv. gildum þínum
• Þú lærir um forystu þvert á kynslóðir
• Þú skilur muninn á verklýsingu stjórnandans og verklýsingu leiðtogans
• Þú kemst að því hvernig leiðtoginn þrífst í hinu síkvika VUCA-umhverfi
• Þú lærir um kynslóðirnar fimm á vinnumarkaðinum og einkenni þeirra
• Þú lærir um þroskastigin þrjú - Hvenær verðum við fullorðin?
• Þú lærir um hin sjö þroskaþrep forystu og einkenni þeirra
• Þú skilur mikilvægi helgunar á vinnustað
• Þú lærir hvernig þú eykur helgun á vinnustað
• Þú þekkir hina þrefalda samsetning egósins og orðspor þess
360°-FORYSTUFÆRNI
• Þú munt taka tvær NBI-greiningar (persónulega- og forystugreiningu) til að skilja betur hvernig hugar- og eðlisfar þitt samsamar sig þínum leiðtogastíl
• Þú lærir af hverju 360°-hugsun og skilningur ef oft kölluð „Griðarstaður umburðalyndisins“
• Þú lærir hvernig hinn rökræni leiðtogi hugsar
• Þú lærir hvernig hinn praktíski leiðtogi hugsar
• Þú lærir hvernig hinn tengslamiðaði leiðtogi hugsar
• Þú lærir hvernig hinn óhefðbundni leiðtogi hugsar
• Þú lærir um allar átta víddir 360°-hugsunar
• Þú lærir hvernig aðrir sjá hinn rökræna „sjálfvita“ – þann bláa
• Þú lærir hvernig aðrir sjá hinn praktíska „þverhaus“– þann græna
• Hvernig aðrir sjá hin tengslamiðuðu „tilfinningaflök“ – hin rauðu
• Þú lærir hvernig aðrir sjá hinn óhefðbundna „hugmyndahamstur“ – hinn gula
• Þú lærir að tala þau fjögur tungumál sem þarf til að koma í veg fyrir misskilning.
• Þú lærir hvernig þú getur nýtt 360°- fundarstjórn til að auka skilvirkni á fundum
TILFINNINGAGREIND - HIÐ INNRA RÍKIDÆMI
• Í þessum áfanga byrjar þú á að taka EQi-2.0 greiningu sem mælir og gjágreinir tilfinningargreind þína
• Þú færð afhenta 27 blaðsíðna skýrslu sem upplýsir þig um styrkleika og vaxtarmöguleika þína á öllum sviðum og undirflokkum tilfinningagreindar þinnar
• Þú lærir af hverju tilfinningagreind er mun mikilvægari en vitsmunagreind í starfi þínu sem leiðtogi
• Þú lærir að þekkja EQ-I 2.0 líkan tilfinningargreindar og fimm lykilsvið þess
• Þú lærir hvað einkennir hin fimm lykilsvið tilfinningargreindar: sjálfstjáningu, félagsfærni, ákvarðanatöku og streitustjórnun.
• Einnig lærir þú hvað einkennir hina fimmtán undirflokka lykilsviðanna, styrkleika og vaxtarmöguleika
• Þú lærir að grina hegðun þína og stjórna viðbrögðum þínum af yfirvegun.
1 - FÆRNI HINS ÞJÁLFANDI LEIÐTOGA
• Þú lærir hvað stjórnendaþjálfun er og hvað er hún ekki
• Þú öðlast skilning og færni í þeim hæfnisþáttum International Coaching Federation sem nýtast best í hlutverki leiðtogans
• Þú lærir samtalsferli sjórnunar- og umbótaþjálfunar – allt frá undirbúningi að skuldbindingu
• Þú lærir að beita fjölmörgum verkfærunum úr verkfærakistu þjálfarans
• Þú lærir að undirbúa þig fyrir þjálfunar samtal (og starfsþróunarsamtöl)
• Þú lærir að hjálpa starfsmönnum sem þú þjálfar að finna innra með sér enn fleiri möguleika og tækifæri
• Þú lærir að hjálpa öðrum að setja sér skýr markmið og skuldbindast þeim og fylgja eftir með aðgerðum
• Þú lærir hvernig þú getur með þjálfun: aukið verkvilja starfsfólks, hjálpað við framkvæmd og eftirfylgni þess sem tekið er fyrir í þjálfunarsamtali
• Þú færð tækifæri til þjálfa þig í styrkleikamiðaðri samtalstækni
• Þú æfir þig í spurningatækni, djúpri hlustun, áhrifaríkum endurgjöfum, speglun og hvernig þú getur hlustað eftir því ósagða
• Þú lærir nokkrar mismunandi leiðir til markmiðasetningar
2 - INNLEIÐING ÞJÁLFANDI FORYSTU Á VINNUSTAÐ
• Þú lærir um kosti innleiðingar þjálfunarmenningar á vinnustað
• Þú lærir um áskoranir við að innleiða þjálfunarmenningu á vinnustað
• Þú lærir hvenær á þjálfun við í hlutverki leiðtogans og hvenær hún á ekki við
• Þú lærir um að þjálfun snýst meira um hver þú ert en hvað þú kannt
• Þú lærir að kenna starfsfólkinu að nýta sér þjálfun til vaxtar og við úrlausn vandamála
• Þú lærir að vald og verkdreifa í þeim tilgangi að þú öðlist meira frelsi til að sinna starfi þínu enn betur
BREYTINGAR OG BREYTINGASTJÓRNUN
• Þú lærir að skilja af hverju breytingar eru forsendur framfara
• Þú lærir hvernig þú getur undirbúið þig fyrir breytingarstjórnun
• Þú lærir um orku- og streitustjórnun og hvernig þú getur tileinkað þér þá þekkingu til að auka þrautseigju þína í leiðtogahlutverkinu
• Þú öðlast skilning og vissu um hvort betra er að leiða eða stjórna breytingum
• Þú áttar þig á mikilvægi og hlutverki tilfinningagreindar í breytingastjórnun
• Þú lærir að nýta hinn einfalda „tékklista“ breytingastjórnunar áður en hafist er handa
• Þú lærir einnig um breytingarlíkan Kotters og hvernig þú getur leitt þverfagleg teymi í gegnum hvert skref fyrir sig
Valdeflandi forysta er umfram allt reynslumiðað nám þar sem nemendur eru hvattir til að innleiða lærdóm sinn á meðan náminu stendur. Þar er stuðst við PAMF hringrásina.
PAMF stendur fyrir Plan-Aðgerð-Mat-Framkvæmd. (e. PDCA eða Plan-Do-Check-Act) er einnig þekkt sem Deming-hringrás eða Shewhart-hringrás. Aðferðin er notuð til að stuðla að stöðugum umbótum. Edwards Deming er talinn standa á bak við aðferðina sem hann þróaði við störf á rannsóknar- stofu Bell-símafyrirtækisins rétt eftir 1920. Hún er ekki eingöngu notuð við breytinga- stjórnun heldur einnig til að stuðla að umbótum á ýmsum sviðum.
PAMF-hringrásin er mjög gagnlegt verkfæri til að stuðla að stöðugum lærdómi í breytingarferlinu, sérstaklega þegar verið er að fara inn á og um ótroðnar slóðir og prófa nýtt verklag, nýja ferla, nýjar vélar eða við innleiðingu annarra nýjunga, þar sem reynsla og þekking er mögulega ekki til staðar – ennþá.
Þessi hugmyndafræði er í fullkomnu samræmi við „Reynslumiðað nám“ (e. Experi- ential learning). Reynslumiðað nám er hugmyndafræði sem tekin er úr kennslufræðum og felur í sér reynslumiðaðan lærdóm, stöðugt endurmat og ígrundun. Hún byggir alfarið á virkri þátttöku í raunverulegum aðstæðum, frekar en að framfylgja eingöngu leiðbeiningum stjórnenda um hvað eigi að gera og hvernig eigi að gera það sem er í algerri andstöðu við hugmyndafræðina.
Sérstaða Valdeflandi forystu felst í því að lausnir við flestum þeim áskorunum sem stjórnendur eru að glíma við er að finna innan ramma félagsvísindanna þar sem er lögð meiri og markvissari áhersla á kerfisbundna rannsókn á samfélaginu, félagslegum tengslum og mann- legri hegðun. Því miðar námið að því að nemandinn öðlist djúpan skilning á mótun einstaklinga, hópa, stofnana og samfélaga.
Fyrirtæki og skipulagsheildir eru ávallt byggðar á hugmyndum eða hugsýn fólks. Allt gangverkið byggist á hinu mannlega: Samskipti, tjáskipti og boðskipti eru ráðandi þættir í allri samvinnu þar sem árangur ræðst af samhug og samkennd og sameiginlegri sýn á leiðina að settu marki. Það liggur því í hlutarins eðli að aukinn, dýpri skilningur stjórnenda á sundurleitri hugsun, hegðun, samskiptum, reynslu, viðhorfum og menningar- heimum er mun stærri þáttur í starfi hans og árangri en áður var talið.
Eftir gagnrýna endurskoðun á efnistökum okkar og kennslufræðilegri nálgun höfum við nú þróað leiðir, lausnir og safnað saman fullnægjandi fróðleik til að búa nemendur okkar undir að takast á við þessar ört vaxandi áskoranir með árangursríkum hætti.
Leiðtoganámið tekur nemandann með í persónulega og krefjandi vegferð þar sem hann öðlast bæði djúpan sjálfsskilning og víðtækan skilning á mannlegu eðli.
Á tímum hraða og örra breytinga er tilfinningagreind (EQ) leiðtoganum mun mikilvægari en vitsmunagreind (IQ) þar sem árangur hans endurspeglast ekki í því sem hann gerir – heldur öðru fremur í því hver hann er.
Flestar stærstu áskoranirnar stjórnenda tengjast æ sjaldnar því sem þeir gera eða gera ekki – heldur í meira mæli skilningsleysi þeirra á mannlegu eðli. Oftast tengjast stærstu áskoranir stjórnenda hugarfari starfsfólks, viðnámi þess við breytingum, áþreifanlegum skorti á samhug, samkennd og samvinnu.
Við höfum aukið verulega hlutfall fræðsluefnis sem á rætur sínar að rekja til félagsvísinda. Sú nálgun hefur sýnt og sannað að í rekstrarumhverfi nútímans eru lykilforsendur árangurs verulega frábrugðnar þeim þjálfunaraðferðum sem lengi voru taldar hinar einu sönnu.
Þær áherslubreytingar, uppbygging og kennslufræðileg nálgun sem hefur verið innleidd í þetta nýja leiðtoganám hafa reynst stjórnendum mun betur í starfi, hvort sem litið er til framlegðar, skilvirkni, starfsmannaveltu, tíðni mistaka eða niðurstöðutalna.
Þegar öllu er á botninn hvolft liggja mestu verðmæti námsins í því að nemendur læra af hverju úreltir stjórnunarhættir standa í vegi fyrir persónulegum og faglegum árangri.
Kanadíski listamaðurinn Jim Ridge hefur teikna tæplega 200 skýringamyndir sem við nýtum í náminu við að miðla fróðleik og auka skilning nemenda. Ríflega 60% nemenda læra best sjónrænt og með þá staðreynd að leiðarljósi leitumst við að hámaka bæði lærdóm og áhugahvöt nemenda.
Námið byggir að langmestu leiti á bókinni Leiðtoginn − valdeflandi forysta eftir Ingvar Jónsson. Bókin er bæði skemmtileg og ögrandi og býður lesandanum upp á afar nýstárlega nálgun á nútíma leiðtogafærni. Hún tekur lesandann með í persónulega og krefjandi vegferð þar sem hann öðlast djúpan sjálfsskilning.
Á tímum örra breytinga er tilfiningagreind (EQ) leiðtoganum mun mikilvægari en vitsmunagreind (IQ) þar sem árangur hans endurspeglast ekki í því sem hann gerir – heldur öðru fremur í því hver hann er. Þetta er einnig bók sem kallar á aðgerðir og geymir fjölda verkfæra sem auðvelt er að innleiða samhliða lestrinum.
Ingvar Jónsson er stjórnunar- og markaðsfræðingur, EQ-sérfæðingur og PCC- fagþjálfi sem hefur þjálfað hefur stjórnendur hér heima og víða erlendis í á annan áratug til að efla færni þeirra í starfi.
Ingvar hefur hlotið fjölda alþjóðlegra viðurkenninga fyrir störf sín og framlag til mannauðsmála, meðal annarra: Global HR Maveric, einn af 101 áhrifamestu markþjálfum í heimi og Golden Aim Award for Excellence and Leadership and Human Resource Management.
Áður hafa komið út eftir Ingvar ýmsar bækur um persónulega stefnumótun og verkfæri til stefnumótunar fyrirtækja sem gefin hafa verið út hjá bæði innlendum og erlendum forlögum.