Upp og áfram!

Ef þú vilt hámarka möguleika þína á að verða verulega góður markþjálfi þá er þetta 11 mánaða mentor og lærdómsferli það sem þú ert að leita að. Það skiptir engu hvar nemendur lærðu ICF-vottað grunnnám í markþjálfun—það eru allir velkomnir á þetta framhaldsnámskeið sem mun styðja við þig og áframhaldandi vöxt þinn í tæpt ár.

UPP & ÁFRAM er tíu mánaða mentor og lærdómsferðalag þar sem þú munt í hverjum mánuði vinna að því að halda eldmóði þínum fyrir þér í hlutverki markþjálfa lifandi. Í hverjum mánuði muntu markvisst dýpka þekkingu þína og styrkja færni þína.

Hlutverk okkar sem markþjálfa er að hvetja fólk áfram og aðstoða það við að finna innra með sér stefnufestu, skuldbindast verkefnum sínum og yfirstíga þær áskoranir sem standa í vegi. Það sama gildir um okkur sjálf í hlutverki markþjálfa. Við vitum betur en flestir að árangur er ekki spretthlaup, heldur langhlaup sem krefst staðfestu og skuldbindingar.

Þetta námskeið er hannað til að styðja þig við að ná þeim árangri sem þú stefndir að við námslok. Þetta er tíu mánaða hetjuför þar sem þú munt viðhalda eldmóði þínum, dýpka þekkingu þína og eflast jafnt og þétt sem markþjáfli. Þetta er stuðningurinn sem nemendur hafa lengi beðið eftir þar sem þeri skuldbinda sig við langtímaverkefni, að fara upp og áfram, ljúka við vottun og komast þangað sem þeir ætla sér og verða þeir markþjálfar sem þeir ætla sér að verða.  

Helstu upplýsingar:

  • Verð: 289.000 kr.
  • Tímabil: 11 mánuðir
  • Hefst: 18. janúar 2025
  • Lýkur: 15. nóvember 2025
  • Lengd í klst: 80 klst.
  • ICF-vottaðar CCU*-einingar: 72
* CCU-einingar hjá ICF standa fyrir Continuing Coach Education Units og eru notaðar til að halda vottun markþjálfa uppfærðri og virkri. Þegar markþjálfi hefur fengið ACC, PCC eða MCC vottun frá ICF þarf hann að safna 40 CCU-einingum til að viðhalda vottuninni á þriggja ára fresti. CCU-einingar eru veittar fyrir þátttöku í menntun sem tengist faglegri þróun markþjálfa eins og þessu.

Kennslufyrirkomulag og framvinda námskeiðsins:

    • Fyrsti dagurinn er heill dagur í staðarnámi þar sem nemendur móta skýra, hvetjandi og tilgangsdrifna sýn á þá útkomu sem þeir vilja að hafi raungerst í lok námskeiðsins. Sú vinna er markvisst og skapandi ferli sem nemendur fara í gegnum með tryggri leiðsögn listamannsins og fyrirtækjaráðgjafans Jim Ridge sem hefur séð um alla myndræna framsetningu fyrir Profectus síðustu ár.
    • Eftir þann dag er nemendum skipt í smærri hópa (3-4 í hóp) sem munu vinna saman að tilfallandi verkefnum - en umfram allt - styðja hver við annan á meðan náminu stendur. Nemendur finna leiðir og lausnir í upphafi til að skuldbinda sig til að ljúka á námstímanum þeim 100 markþjálfunartímum sem þeir þurfa til að geta við námskeiðslok hafið ferlið við að sækja um ACC-vottun—eða PCC-vottun sé nemandi komin með nægjanlega marga tíma (500 tíma).
    • Kennslutímar frá febrúar fram í október eru einu sinni í mánuði á ZOOM. Þeir tímar eru alltaf teknir upp og settir inn á Tankinn - kennslukerfið okkar - þar sem nemendur hafa aðgang að öllum upptökum, til upprifjunar og ef þeir skyldu missa af einstaka tíma. Það á þó ekki við fyrsta og síðasta daginn sem eru í staðarnámi og virk þátttaka nemenda nauðsynleg.
    • Í hverjum mánuði fá nemendur einnig aðgang að ítarlegri fróðleik í „Tankinum“, nýjum kennslumyndböndum, verkefnum, verkfærum og sjálfsmati sem tengist viðfangsefninu hverju sinni. Sá markvissi stuðningur er ætlaður til að halda nemendum við efnið og gera þeim auðveldara að viðhalda stefnufestu og innri hvata.
    • Lokadagur námskeiðsins er heill kennsludagur líkt og í upphafi þar sem nemendur koma saman, deila sigrum sínum og áskorunum, kynna árangur ferðalagsins og hnýta í samvinnu með kennurum alla lausa enda.  

PAMF-hringrásin (e.PDCA)

Lærdómsferli sem styður við stöðuga endurskoðun og framþróun nemenda

Myndin hér fyrir neðan skýrir PAMF-hringrásina (e. PDCA ). Við kennum nemendum að nýta þessa hugmyndafræði á sínu ferðalagi. Hún er sérlega gagnleg til að stuðla að stöðugri þróun og lærdómi—sérstaklega þegar verið er að fara inn á og ferðast um ótroðnar slóðir þar sem reynsla og þekking er mögulega ekki til staðar – ennþá. Allar myndir sem nýttar eru til kennslu eru teiknaðar af samstarfsmanni okkar frá Kanada, Jim Ridge, en hann er okkar Artist of Residence og hefur einnig áratuga langa reynslu í fyrirtækjaráðgjöf og breytingastjórnun.

Ítarlegri lýsing á efnistökum

 Tími 1: laugardagurinn 15. janúar 2025 frá 09:00-17:00

  • Mótun framtíðarsýnar og mikilvægi þess að vera öflugur leiðtogi í eigin lífi?

Sem markþjálfi er mikilvægt að þú vinnir staðfastlega að því að vera ávallt öflugur leiðtogi í eigin lífi. Þannig verður þú sú fyrirmynd sem markþjálfi ætti að endurspegla af sannfæringu og trúverðugleika.

Þennan dag mun hver og einn móta skýra, hvetjandi og tilgangsdrifna sýn þess árangurs sem þeir stefna að. Sú vinna er markvisst og skapandi ferli sem nemendur fara í gegnum með tryggri leið sögn listamannsins og fyrirtækjaráðgjafans Jim Ridge sem sér um alla myndræna framsetningu fyrir Profectus.

Tími 2: miðvikudagurinn 19. febrúar 2025 frá 17:00-19:30

  • Hvernig getur markþjálfi þróað með sér aukna tilfinningagreind?

Tilfinningagreind er lykillinn að árangri í markþjálfun. Í þessum mánuði munum við skoða hvernig þú getur þroskað með þér aukna tilfinningagreind og sjálfsvitund, bæði fyrir sjálfum þér og markþegum þínum.

Með aukinni tilfinningagreind verður þú mun betur í stakk búin(n) til að skilja tilfinningar, bregðast við þeim með jákvæðum hætti og stuðla að dýpri nálgun í markþjálfunarsamtölum. Í þessum tíma verður farið ítarlega í niðurstöður EQ-i 2.0 greiningarinnar sem nemendur verða þá komnir með í hendur.

Tími 3:miðvikudagurinn 19. mars 2025 frá 17:00-19:30

  • Hvert er mikilvægi þess að markþjálfi viðhaldi sálrænu öryggi?

Sálrænt öryggi er hinn trausti grundvöllur árangursríkrar markþjálfunar. Í þessum mánuði munum við fara yfir hvernig þú getur framkallað og viðhaldið sálrænu öryggi í öllum samskiptum við markþega.

Þú munt læra að skapa traust og öruggt umhverfi þar sem skjólstæðingar þínir finna hugrekkið til að opna sig, takast á við áskoranir sínar og þróa eigin vitund án ótta við viðbrögð annarra og dómhörku.

Tími 4: miðvikudagurinn 16. apríl 2025 frá 17:00-19:30

  • Hvernig viðheldur markþjálfi hinu fullkomna jafnvægi milli áskorunar og stuðnings?

Áskorandi markþjálfun er aðferð sem getur hjálpað markþegum þínum að vaxa og ná nýjum hæðum. Í þessum mánuði skoðum við hvernig þú finnur hjá þér hugrekki í hlutverki markþjálfa til að vera mun meira áskorandi og einnig styðjandi á sama tíma, viðhaldið umbúðalausum og beinum tjáskiptum án þess að það rýri traust markþega.

Áskorandi markþjálfi kann listina að ýta undir markvissari framfarir hjá markþegum sínum og ýtir samhliða undir ábyrgð þeirra og skuldbindingu gagnvart eigin framförum.

Tími 5: miðvikudagurinn 14. maí 2025 frá 17:00-19:30

  • Hvernig getur þú markaðssett þig og þína þjónustu — skapað eftirspurn eftir þér?

Í þessum mánuði munum við einblína á hvernig þú getur markaðssett þig og þína þjónustu. Þú munt læra hvernig þú gerir þig og þína þjónustu sýnilegri fyrir þá sem þurfa á henni að halda.

Við munum bæði kynna fyrir þér grunninn að hinum hefðbundnu markaðsfræðum og einnig nýjar staf- rænar nálganir sem gera þér kleift að nýta tækifærin í hinum stafrænum heimi. Þetta mun gera þér kleift að skapa þér sess á markaðnum og vaxa sem faglegur markþjálfi, hvort sem er í raunheimum eða á netinu.

Tími 6: miðvikudagurinn 18. júní 2025 frá 17:00-19:30

  • Hvernig getur þú nýtt fleiri aðferðir til að stuðla að markvissari vitundarsköpun?

Vitundarsköpun er kjarninn í áhrifaríkri markþjálfun því hún veitir markþegum dýpri skilning á sjálfum sér, tækifærum sínum og áskorunum. Í þessum mánuði muntu læra fjölbreyttar leiðir til að auka vitund, bæði hjá þér í hlutverki markþjálfa og einnig hjá markþegum þínum.

Þú munt líka læra að nýta ýmis greiningartæki til að hjálpa markþegum að öðlast dýpri innsýn sem stuðlar að aukinni sjálfsvitund og markvissari árangri á þeirra ferðalagi.

Tími 7: miðvikudagurinn 20. ágúst 2025 frá 17:00-19:30

  • Hvað eiga hugmyndafræði markþjálfunar og breytingastjórnunar sameiginlegt og hvernig nýtist sú þekking þér til að verða enn færari í hlutverki þínu sem markþjálfi?

Í þessum mánuði lærir þú hvernig þú getur nýtt þér þekkingu á ferlum og áherslum breytingastjórnunar og einnig "Design Thinking" til að dýpka og styrkja nálgun þína í hlutverki markþjálfa, sérstaklega þegar unnið er með markþegum sem eru að fást við viðamiklar breytingar í starfi sínu. Þessi skilningur auðveldar einnig markþjálfum að koma að breytingaferlum innan fyrirtækja þar sem þeir skilja betur þá áhrifaþætti og innri öfl sem geta staðið í vegi fyrir farsælum breytingum. 

Markþjálfun og Breytingastjórnun skarast að verulegu leyti þar sem hugmyndafræði beggja leggur áherslu á virka þátttöku, skapandi lausnir og stöðuga endurgjöf. Skilningur á þessu samspili gerir þér auðveldara að skapa aðstæður þar sem markþegar þínir eiga auðveldara með að aðlagast breytingum og sjá betur þá möguleika sem í breytingunum búa.

Tími 8: miðvikudagurinn 17. september 2025 frá 17:00-19:30

  • Hvernig komum við á og viðhöldum langtímasambandi við markþega?

Langtímasamband við markþega er oftast lykillinn að varanlegum árangri beggja. Í þessum tíma munum við skoða hvernig þú getur bæði byggt upp og einnig viðhaldið sterkum tengslum við markþega þína, sem byggja á trausti og virðingu.

Með því að vinna lengur með hverjum markþega nýtur þú einnig fjölþætts ávinnings, svo sem dýpri skilnings á þörfum þeirra, betri árangurs þar sem markþjálfunin verður markvissari með tímanum og minni fyrirhöfn og vinnu sem fer í að leita stöðugt að nýjum viðskiptavinum.

Umfram allt byggir það á hugarfari, ásetningi og staðfestu þinni við að skapa þér sterkt orðspor og byggja upp traustan viðskiptahóp sem leitar aftur til þín — sem tengist með beinum hætti efnistökum næsta tíma.

Tími 9: miðvikudagurinn 15. október 2025 frá 17:00-19:30

  • Hvernig getur markþjálfi orðið enn öflugri með því að hækka viðmiðin?

Í þessum mánuði skoðum við ítarlega hvernig PCC-markþjálfar vinna og í hverju munurinn liggur á milli ACC- og PCC-færniviðmiða ICF. Að skilja af hverju PCC-markþjálfar eru öflugri í sinni nálgun mun veita þér mikilvæga innsýn og hjálpa þér að setja þér háleitari og markvissari markmið gagnvart eigin þróun.

Þessi skilningur mun einnig undirbúa þig betur fyrir næstu skref sem þú tekur í átt að því að verða vottaður PCC-markþjálfi og efla þína færni og væntingar til eigin framfara og árangurs í hlutverkinu.

Tími 10: laugardagurinn 15. nóvember 2025 frá 09:00-17:00

    • Samantekt, kynningar og útskrift

Námskeiðinu lýkur með uppskeruhátíð þar sem við tökum heilan dag til að flétta saman allt sem við höfum lært á ferðalaginu. Nemendur deila reynslu sinni, áskorunum og ásetningi, bæði persónulega og faglega.

Við förum yfir allan undirbúning vottunarferlisins hjá ICF, þar sem eitt af undirmarkmiðum námskeiðsins er að stuðla að því að þeir nemendur sem ekki hafa ICF-vottun hafi lokið við þá 100 tíma sem krafist er.

Dagurinn endar á formlegri útskrift þar sem við fögnum árangri hópsins fram eftir kvöldi, með gleði og þakklæti fyrir þá vegferð sem nemendur hafa lokið.

Allt vottunarferlið á Íslensku?

Við erum samviskusamlega að vinna í því að allt vottunarferlið verði allt í boði á íslensku

Við hjá Profectus erum í viðræðum við ICF um að láta þýða skriflega prófið þeirra yfir á íslensku og höfum boðist til að taka að okkur hluta af þeim kostnaði. Þetta skref gerir vottunarferlið aðgengilegra fyrir íslenska nemendur og eykur möguleika nemenda á að fá vottunina með sem bestum árangri.

Einnig erum við að vinna að því að fá réttindi frá ICF til að hafa heimild til að fara yfir samtöl á íslensku sem send eru til mats og endurgjafar. Við erum því verulega bjartsýn á að frá og með hausti 2025 geti allir nemendur sem sækja um ACC- og PCC-vottun farið alfarið í gegnum það ferli á íslensku.

Af hverju viljum við bjóða nemendum upp á þetta nýja viðamikla námskeið?

Hlutverk okkar sem markþjálfa er að hvetja fólk áfram og aðstoða það við að finna innra með sér stefnufestu, skuldbindast verkefnum sínum og yfirstíga þær áskoranir sem standa í vegi. Það sama gildir um okkur sjálf í hlutverki markþjálfa. Við vitum betur en flestir að árangur er ekki spretthlaup, heldur langhlaup sem krefst staðfestu og skuldbindingar.

Það er því sárt til þess að vita að aðeins örlítið hlutfall af þeim sem ljúka grunnnámi í markþjálfun hafa frumkvæði að því að viðhalda færni sinni, efla enn frekar persónulegan þroska eða halda áfram alla leið í vottun.

Reynsla okkar er sú að við námslok í grunnnáminu upplifa nánast allir nemendur innra með sér hvata og mikinn viljastyrk. Þeir hafa í náminu bæði upplifað persónulegan vöxt og fullnægjuna sem fylgir því að fylgja öðrum á því ferðalagi. Viljinn til að halda áfram að vaxa er áþreifanlegur.

En síðan tekur lífið við, og áður en langt um líður eru margir komnir í sama farið aftur. Hugmyndin um að halda áfram, sem var svo sterk í námslok, verður fjarlæg vegna þess að venjur okkar og vanafesta hafa svo djúpstæð áhrif.

Þetta eru nokkrar af þeim ástæðum fyrir því að við verðum að gera hvað við getum til að enn fleiri fari alla leið. Þetta námskeið er hannað til að styðja þig við að ná þeim árangri sem þú stefndir að við námslok. Þetta er tíu mánaða hetjuför þar sem þú munt halda eldmóði þínum lifandi með því að dýpka þekkingu þína og styrkja færnina.

Þetta er þinn tími til að skuldbinda þig við eigin langtímaverkefni, fara upp og áfram, komast þangað sem þú ætlar þér að komast, verða sá einstaklingur sem þú ætlar þér að verða, með fullvissuna að leiðarljósi um að þú getir hvað sem er.

Með kærleikskveðju,

Ingvar Jónsson

Framkvæmdastjóri Profectus

Bæklingur með öllum upplýsingum um námið

Smelltu á myndina hér
til hliðar til að sækja
PDF-bækling með öllum
upplýsingum um námskeiðið ...

 

Verð: 289.000 kr.
Lengd: 80 klst. (15. jan - 15. nóv)

Innifalið í námskeiði

  • Vönduð kennslumappa með ítarlegum verkefnum til persónulegrar stefnumótunar.
(að verðmæti 11.800 kr.)
  • EQ-i2.0 greining sem mælir tilfinningagreind þína út frá 15 mismunandi þáttum og 20 bls. skýrsla með þínum niðurstöðum.
(að verðmæti 44.800 kr.)
  • Bókin „Leiðtoginn - valdeflandi forysta“.
(að verðmæti 7.900 kr.)
  • Aðgangur að sér útbúnu svæði á Tankinum, kennslukerfi Profectus með nýjum fræðslu- myndböndum, fræðigreinum, verkefnum og markþjálfasamtölum til að meta og læra af.
(að verðmæti 39.800 kr.)

Leiðbeinendur

Ingvar Jónsson
PCC-markþjálfi

Ingvar Jónsson

Ingvar hefur starfað við kennslu og fyrirlestrahald hér heima og erlendis síðustu 25 ár. Hann er Alþjóða markaðsfræðingur, MBA, NBI-master trainer og EQ-i Practitioner. Hann var valinn einn af 101 áhrifamestu markþjálfum í heimi á World Coaching Congress í febrúar 2020.

Ingvar er frumkvöðull í eðli sínu, hefur í gegnum tíðina þróað fjölda viðskiptahugmynda með góðum árangri. Hann þekkir því á eigin skinni hvað það er að takast á við áskoranir, fara nýjar leiðir og verðmæti þess að fá svigrúm og tækifæri til að skoða hlutina frá öðru sjónarhorni og hvað þarf til að komast upp úr djúpum hjólförum vanans. Ingvar hefur einnig starfað sem skemmtikraftur og tónlistamaður í tæp 30 ár sem endur-speglast í léttri og skemmtilegri framsetningu hans á því efni og þekkingu sem hann miðlar.

Ingvar hefur síðustu 7 ár skrifað og þróað nánast allt námsefni fyrir bæði Grunn- og Framhaldsnám Profectus. Hann er einnig rithöfundur og hefur síðustu ár skrifað nokkrar bækur sem eiga það sameiginlegt að fjalla að verulegu leyti um markþjáflun og nokkrar þeirra eru hluti af námsefni okkar. Þar má nefna: The Whole Brain Leader (2015) - Coaching - Bringing out the best (2016) - Sigraðu sjálfan þig! (2018) - Hver ertu og hvað viltu? (2020) , Sigraðu sjálfan þig - aftur og aftur! (2022), Leiðtoginn - Valdeflandi forysta (2024) og nú síðast bókina 100 Powerful Questions - That Will Transform Your Life! (2024).

Matti Osvald Stefánsson
PCC-markþjálfi

Matti Ósvald Stefánsson

Matti Ósvald Stefánsson M.Th.- NLP Pr. er heilsuráðgjafi og PCC-markþjálfi. Hann hefur haldið mikinn fjölda fyrirlestra og námskeiða á undanförnum áratugum, þar sem hann miðlar reynslu sinni af þúsundum lífsstílsviðtala síðustu 25 ára. Matti hefur kennt í grunn- og framhaldsnámi í markþjálfun í rúman áratug og því einn af reyndustu kennurum í markþjálfun sem við eigum hér á landi.

Hann stundaði nám í International Professional School of Bodywork í USA frá 1988-1992 sem Massage Therapist og Holistic Health Practitioner með aukanámi frá Pacific School of Oriental Medicine. Hann hefur vottun frá The NLP Institute of Los Angeles og sem fagþjálfi frá ICF.

Jim Ridge 
Artist in residence
& Expert in Creative thinking

Matti Ósvald Stefánsson

Jim Ridge is our brilliant artist in residence, bringing a unique visual dimension to our books and teaching materials, both in English and Icelandic.

With his exceptional talent, Jim creates over 300 illustrations that transform complex concepts into engaging and accessible visuals. His work is integral to our educational approach, helping students connect with the material in a more profound way. Jim's illustrations are not just artistic; they are a powerful teaching tool that enhances understanding and retention, making the learning experience at Profectus truly exceptional. We are incredibly proud to have him as part of our team.

Jim is also a very experienced Consultant and has worked in the field of LEAN and Change Management for over 20 years.

 Fleiri innlendir og erlendir gestafyrirlesarar munu koma að fræðslu á námskeiðinu og verða þeir kynntir til leiks þegar nær dregur.


Næstu námskeið