- Nám og Námskeið
- Alþjóðlega vottað Markþjálfanám
- Þjálfun og námskeið fyrir fyrirtæki
- Teymisþjálfun og markþjálfun
- Greiningar og Upplýsingar
- Þetta erum við
- Vefverslun
Karfan er tóm
Hvernig við bregðumst við, tökum ákvarðanir, eigum samskipti, stjórnum fólki, seljum og veitum þjónustu veltur á því hvernig við hugsum. Sumir leggja áherslu á staðreyndir, aðrir leita eftir tengslum. Sumir horfa á smáatriðin – og enn aðrir á heildarmyndina.
Á námskeiðinu er notast við NBI-litakerfið til að útskýra með einföldum hætti fjórar grunnhughneigðir einstaklinga, styrk- og veikleika hverrar hneigðar og hvernig hægt er að taka tillit til annarra í stað þess að láta þá fara í taugarnar á sér.
Einkenni heildarhugsunar í stuttu máli:
Á námskeiðinu læra þátttakendur að beita 360° hugsun í leik og starfi. Þeir læra á sínar eigin hughneigðir og hvernig þær hafa áhrif í öllum samskiptum, ákvarðanatöku, úrlausn vandamála og með hvaða hætti þessi þekking nýtist í starfi.
Eftir námskeiðið þekkja þátttakendur 360° hugsun og hvernig hún nýtist í öllum samskiptum. Þeir hafa styrkt hæfileika sína í starfi, hvort sem um er að ræða sölu eða þjónustu og hafa öðlast eiginleika til að bera kennsl á vísbendingar um hugsnið annarra.
NBI-huggreining (á íslensku) að verðmæti 19.800,-
Þitt persónulega hugsnið (8 bls. skýrsla)
Námsefni og verkefni